ágúst 2024
-
Teiknarar blaðanna sjá eitt og annað og við höfum Heimildina fyrir því, að foringjar ríkisstjórnarflokkanna sé úti að aka en björninn lætur sem ekkert sé og lætur lítið á sér bera. Sækir ekki í félagsskapinn. Það er áhugavert að rýna dálítið í myndina sem er í miðjunni og er af félögunum sem ,,stjórna“ landinu okkar,…
-
Á vef CNN.COM má lesa um stöðuna í stríðinu milli Úkraínu og Rússlands. Fyrirsögnin er á þá leið að ætlunin sé að upplýsa Biden og reyndar líka Trump og Kamelu um hvað aðgerðin gangi út á. Á öðrum stað er fréttastofan með sögulega umfjöllun vegna innrásar Úkraína í Kursk. Þar er rifjað upp að fátt…
-
Eins og svo oft að morgni er skautað yfir fjölmiðla til að kanna hvað þeir hafa að segja og þá rekumst við á mynd af ríkisstjórn íslenskrar þjóðar og við gerum ráð fyrir að myndin sé tekin fyrir Menningarhátíð Reykjavíkur. Þau taka sig bara vel út og við vitum að þarna er margt ágætisfólk, jakkarnir…
-
Í Washington Post er sagt frá því að vopnadótið sem gefið hefur verið til Úkraínu sé ekki að standa sig svo sem vonir hafi staðið til, af hálfu hinna gjafmildu þjóða. Tímasetning fréttarinnar er ,,24 maí, 2024 kl. 10:57″. Við fáum misvísandi fréttir af því sem er að gerast á vígstöðvunum og erum á stundum,…
-
Ívar teiknar fyrir Morgublaðið og það er fátt sem hann gerir ekki að yrkisefni í myndum sínum. Við sjáum hér tvö dæmi, þar sem annarsvegar er um að ræða jarðvísindamann sem gerir sem hann getur til að kasta tölu á jarðskjálfta sem eru undanfari viðburða, sem vandséð er hvernig hægt verði að takast á við.…
-
Þegar komið var fram yfir miðjan júlí var sagt frá samdrætti í vegaframkvæmdum, fylliríi og verðbólgu, rafbílavanda, skógrækt, hækkandi álverði o.fl. Fylliríissögum fjölgaði í ágústbyrjun eins og vani er en við hlaupum yfir það. Það þykir skjóta skökku við, að þegar tekið er tillit til þess hve álagið er sívaxandi á vegakerfið, að dregið sé…
-
Við sjáum að allt leikur á reiðiskjálfi á teikningum Ívars á Morgunblaðinu en hvort það er vegna þess að maður nokkur fékk greidda orlofsdaga, sem hann hafði ekki náð að taka út á ferli sínum sem borgarstjóri vitum við ekki en ljóst er þó, að á síðum blaðsins hafa menn nokkrar áhyggjur af málinu. Teiknari…
-
Í Heimildinni er sagt frá hugmyndum sem upp hafa komið um höfn við Alviðruhamra. Hugmyndin gengur út á að byggð verði höfn við hamrana og að hún yrði síðan notuð til útflutnings á vikursandi. Að komnar séu fram hugmyndir um að gera mögulegt að nýta þá efnismyndun sem Katla hefur skapað á umliðnum öldum er…
-
Í grein undir fyrirsögninni ,,As Israel Wages Genocide, Its Economy Is Buckling“ er sagt frá stöðunni í Ísrael eftir stríðsreksturinn að undanförnu. Skemmst er að sega frá því að það tekur í efnahag þjóðar að standa í stríði og það þó sá sem herjað er á, hafi ekki hina minnstu burði til að taka á…
-
Styrjöldin milli Rússlands og Úkraínu er til umfjöllunar í sænska miðlinum Expressen og svo er að sjá sem þar sé verið að staðfesta það sem áður hefur komið fram en frekar lítið hefur verið haldið á lofti, vaðandi skemmdarverkin á Nord Stream gaslögnunum. Fram kemur að þýskur dómstóll hefur lýst eftir úkraínskum kafara, sem þýskir…
