júlí 2024
-
Myndin tengist ekki efni greinarinnar en sýnir harða lífsbaráttu álfta á köldu vori. ,,Skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði til að greiða niður íbúðalán á að renna út í lok árs. Húsnæðisstuðningurinn, sem hefur kostað ríkissjóð á sjöunda tug milljarða króna af farmtíðartekjum, nýtist aðallega efstu tekjuhópum samfélagsins.“ ,,Það er erfitt að hætta þessu“ segir fjármálaráðherrann og fyrrum…
-
Í Heimildinni er viðtal við forstjóra Samkeppniseftirlitsins um samrunaferlið á Norðurlandi, sem fór af stað eftir lagasetningu á Alþingi og það er ekki ofsagt, að hann hefur ýmislegt við það að athuga. Hagræðing af því tagi sem búið er að gera á Norðurlandi, hefur farið fram á Suðurlandi, án afskipta Alþingis og án vandræða eftir…
-
Þegar þessi pistill var í smíðum heyrðist viðtal við formann Framsóknarflokksins, í 11 fréttum Rúv, og hann var harla kátur með ,,breytinguna“. Það hafa verið uppi spurningar um sakleysi í mannheimum, nú sem svo oft áður og síðustu dagana er sem ekki sé allt sem sýnist varðandi lagabreytingu um afurðastöðvar sem gerð var í flaustri…
-
Gerð var könnun á fylgi við stjórnmálaflokkana fyrir stuttu og niðurstaðan varð sú sem sjá má á myndinni sem fengin er úr umfjöllun Heimildarinnar. Það sem við blasir er að ríkisstjórnin er sú óvinsælasta í langan tíma og það þrátt fyrir náttúruhamfarirnar sem við öll höfum fylgst með og sem ættu að að þjappa þjóðinni…
-
Þeim tókst að koma málum svo fyrir að ekki verða stundaðar hvalveiðar þetta sumarið. Í fyrra gáfu þau ekki út leyfi til veiða fyrr en komið var haust og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn létu sér vel líka. Þannig virkar ríkisstjórnarnefnan sem nú situr við völd og er samsett af þremur ólíkum flokkum. Eitt eiga þeir þó…
-
Það hefur verið frekar skrautlegt að fylgjast með kosningum og kosningabaráttu í Bandaríkjunum og Frakklandi síðustu daga og við sjáum á svip bjarnarins og húnsins að báðir eru ámóta hissa. Og það er annar björn sem fylgist líka með, gerum við ráð fyrir og þó hann sé alvarlega upptekinn, þá reiknum við með að hann…
-
Í Heimildinni er fjallað um netárásina á mbl.is sem sögð er vera í boði rússneskra hakkara. Nú hefði verið gott tilefni til að kalla sendiherra Rússa ,,á teppið“ og ræða við hann málin en það er ekki auðvelt eftir flumbrugang íslensks utanríkisráðherra, eins og flestir vita. Illt er að egna óstöðugan er sagt og enn…
-
GRÝLAN Því miður gerðist það á opinberum fjölmiðli, að undirritaður var sakaður um að styðja innrás Rússa í Úkraínu 2022. Þetta er ekki rétt og leiðréttist hér með. Að vísu er það svo, að margir telja að ég beri einhverja ábyrgð á þessu stríði af því ég var við nám í Leníngrad á sínum…
-
Margt hefur verið sagt um kosningarnar sem voru haldnar í Frakklandi, sumt af því hefur eflaust verið rétt eins og gengur, stundum ratast mönnum… og svo framvegis. Í Heimildinni má lesa grein eftir Einar Má Jónsson um málið, sem þar er skýrt á dálítið annað hátt en við höfum séð, t.d. í hinu margrómaða ,,sjónvarpi…
