Föðurlandsást og hreinskilni

Í Morgunblaðinu birtist aðsend grein fyrir nokkrum dögum undir yfirskriftinni ,,Lifi Úkraína“.

Flestum er kunnugt um ástandið sem er í Úkraínu og þó menn séu ekki sammála um hver gerði hverjum, né heldur hvað varð til þess að Rússar gripu til vopna, þá erum við væntanlega öll sammála um að ástandið sé slæmt og að því þurfi að breyta til betri vegar.

Eitt er að vilja breyta einhverju en annað er að koma sér saman um hvernig það verði gert.

Við vitum söguna, flest allavega, en það er erfiðara að koma sér saman um hvernig eigi að segja hana, skilja hana og læra af henni.

Sumir kjósa að fara þá leið að velja sér afmarkaðan kafla af heildinni og dæma síðan út frá því.

Greinin sem Anastasiia sendi til blaðsins er stutt og skorinorð og af hálfu þess sem þetta ritar verða ekki gerðar frekari viðbætur við hana en bent á athyglisverðan kafla úr greininni.

Þar kemur m.a. fram það sem oft hefur verið bent á við lítinn fögnuð sumra, svo við skulum skoða það sem konan segir:

,,Mig lang­ar að minn­ast á fjár­stuðning þjóða til Úkraínu. Pen­ing­arn­ir enda hjá ráðamönn­um. Þetta eru þjóf­ar. Elít­an er gull­tryggð. Hvers vegna eru ekki all­ir boðaðir í her­inn? Syn­ir ráðamanna og yf­ir­valda eru und­anþegn­ir herkvaðningu. Allt hraust­ir menn. Í staðinn eru hálffatlaðir almúga­menn send­ir í fremstu víg­línu. Við al­menn­ing­ur í Úkraínu spyrj­um margra spurn­inga, en fáum eng­in raun­veru­leg svör.“

Það er sem svo oft að spurt er spurninga og við þeim fást ekki svör!

Þau sem bera hag úkraínsku þjóðarinnar fyrir brjósti ættu því að gangast í það að stilla til friðar milli landanna sem takast á og reyna að vinna bug á spillingunni sem þar ríkir, í stað þess að kynda undir ófriði.

,,ráðamenn“ Íslands skuli hafa tekið þátt í því að blása upp ófriðarbálið, í stað þess að reyna að lægja öldurnar, er ekki til fyrirmyndar svo ekki sé meira sagt.

Trump (hinn trompaði) hefur haldið því fram að hann geti komið á friði með spjalli og ef svo er, því þá ekki aðrir, sem líta stórt á sig og þykjast kunna ráð við hverjum vanda?

Færðu inn athugasemd