ZeroHedge birtir greinarstúf um stríðið sem er á milli Rússslands og Úkraínu og skoðar stöðu Svartahafsflota Rússa.
Rússar telja sig greina viðvarandi viðveru NATO herskipa á Svartahafi og ekki má gleyma því að bæði Búlgaría og Rúmenía eiga land að því hafi svo sem sjá má á kortinu, sem hér fylgir með og er fengið úr grein miðilsins.

Auk þess eiga Tyrkland og Georgía land að Svartahafi svo sem kunnugt er, en þau hafa fram til þessa ekki blandað sér í deilurnar, nema þá í orði ef eitthvað er.
Það hafa hins vegar Evrópusambandslöndin gert með ýmsum hætti, sem aðallega birtist í hernaðarlegum og fjárhagslegum stuðningi.
Herlausa krílríkið Ísland hefur svo dæmi sé tekið mokað ótöldum miljörðum íslenskra króna í stríðsreksturinn, enda er það í NATO og þar að auki í hópi EES- ríkja.

Myndin sýnir ESB löndin, en kortið að ofan sem fengið er úr ZeroHedge.

Færðu inn athugasemd