
Hver er þetta Lubbi spyr kisi? Æ, ég veit það ekki alveg en mér skilst að það sé létt í honum lundin svarar Lubbi.
Það er samt ekki létt lundin hjá þeim sem þurfa að takast á við skotárásir og manndráp gerum við ráð fyrir og við getum séð í vandaðri umfjöllun Morgunblaðsins hvað gerðist og mun koma til með að gerast í framhaldinu.
Það var gerð skotárás á forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum og sem vonlegt er eru fjölmiðlar heimsins talsvert uppteknir af þeim ótíðindum.

Búið er að finna út hver maðurinn er, eða réttara sagt var, því hann er horfinn yfir móðuna miklu.
Mikið er um þetta fjallað í miðlum heimsbyggðarinnar sem vonlegt er en af því að við erum íslensk, þá höldum við okkur heima.
Morgunblaðið segir frá þessu í nokkrum greinum.

Í blaðinu er gengið út frá því að Trump verði óstöðvandi eftir árásina en okkur sumum virtist hann vera það fyrir, svo að frá því sjónarhorni hefur lítið breyst en þó er líklegt, að staða hans hafi styrkst, því eins og við sjáum er hann hress og steytir hnefann, þó blóðugur sé í andliti.

Það mátti litlu muna að árásarmanninum tækist það sem hann ætlaði sér, því kúlan fór í eyra Trumps og særði, svo litlu mátti muna að illa færi en hann komst lífs af og heldur ótrauður áfram að berjast.

Rætt er við íslenskan sagnfræðing sem útskýrir málið og við sjáum af textanum að enn líklegra er en áður, að Trump sigri kosningarnar.
Með því hefur skotmaðurinn líklega ekki ekki reiknað. Hann hefur hins vegar reiknað með því, að skotið banaði Trump en það fór sem betur fer öðruvísi en hann ætlaði, eins og fyrr sagði.
Hins vegar féll maður sem ætlaði að verja fjölskyldu sína og einn af þeim sem átti að gæta frambjóðandans, að ógleymdum byssumanninum sem ekki verður látinn svara til saka í þessum heimi.
Þetta mun eflaust setja sinn lit á kosningabaráttuna, því þó Bandaríkjamenn séu ýmsu vanir þegar skotvopn eru annarsvegar, þá hafa þeir eflaust ekki búist við þessu.
Við skulum vona að ekkert meira af þessu tagi eigi eftir að eiga sér stað og að kosningabaráttan fari fram með hefðbundnum hætti hér eftir, en vitanlega mun þetta sitja í mönnum.

Færðu inn athugasemd