Í Heimildinni er fjallað um netárásina á mbl.is sem sögð er vera í boði rússneskra hakkara.
Nú hefði verið gott tilefni til að kalla sendiherra Rússa ,,á teppið“ og ræða við hann málin en það er ekki auðvelt eftir flumbrugang íslensks utanríkisráðherra, eins og flestir vita.
Illt er að egna óstöðugan er sagt og enn verra getur verið að egna stöðugan, ef svo má segja.
Hér verður því ekki haldið fram að rússnesk stjórnvöld hafi verið að hefna framkomu þeirra íslensku við sendiherrann fyrrnefnda en árásin er sögð koma frá Rússlandi og gerendur tilgreindir með nafni og sagðir heita ,,Akira“.
Hvort það er rétt eða ekki vitum við ekki en hitt vitum við eftir lestur fréttarinnar, sem hér fylgir með í viðhengi, að málið er komið inn á borð ríkisstjórnar Íslands.
Kuskið
Það er annars margt sem prýðir það ágæta borð og á dögunum var sagt frá ,,kynlegu“ úboði upp á 7500 milljóna“.

Blekið var ekki þornað, ef svo má segja á tölvuöld, þegar sagt var frá því að til stæði að byggja ,,tækniskóla“ í Hafnarfirði sem kosta á tæpa 30 milljarða króna, sem er við hæfi þar sem um 30 hektara mannvirki mun vera að ræða.
Sagt er að byggingin sé mikil nauðsyn, því sameina eigi allt tækninám í henni og þar með menntun vélfræðinga og skipstjórnarmanna.
Menntun þeirra greina eru reyndar ekki í neinu húsnæðishraki svo vitað sé og hafa þær verið húsnæði Sjómannaskólans í Reykjavík um áratugi.

Skipstjórnarmenn starfa að mestu til sjós og vélstjórar og vélfræðingar líka, þó menntun þeirra síðarnefndu nýtist á ýmsan hátt einnig í landi.
Áformin yfirvalda ganga út á að hrekja menntun sjómanna úr húsnæði þvi sem þjóðin byggði af miklum myndarskap og í mikilli fátækt á síðustu öld.
Hrekja hana á vergang og á brott frá höfuðborginni og yfir í annað sveitarfélag.
Minna má á að það hefur verið draumur sumra um langt skreið, því húsnæðið vantar fyrir ,,eitthvað annað„.
Og nú er upplýst að þetta ,,eitthvað annað„, eru dómstólar!
Niðurstaðan er, að hola skuli niður menntun sem flestra vinnandi stétta í Hafnarfirði, svo fína fólkið í Reykjavík fái ekki enn eitt kuskið á hvitflibbann.

Færðu inn athugasemd