Grein eftir Guðmund Ólafsson sem birtist í Morgnblaðinu 2/7/2024 undir fyrirsögninni sem hér er með myndinni af höfundi, sem góðfúslega gaf leyfi fyrir að hún yrði birt á þessum vettvangi. Hafi orðið mistök við afritun greinar Guðmundar skrifast þau á eiganda þessarar síðu.

                            GRÝLAN

Því miður gerðist það á opinberum fjölmiðli, að undirritaður var sakaður um að styðja innrás Rússa í Úkraínu 2022.  Þetta er ekki rétt og leiðréttist hér með.  Að vísu er það svo, að margir telja að ég beri einhverja ábyrgð á þessu stríði af því ég var við nám í Leníngrad á sínum tíma og kann hrafl í rússnesku.  Því er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði sem skipta máli og hafa í huga orð séra Hallgríms: „Klagarans heyrðu sögu um sinn, síðan gæt að hvað tala hinn.“  

Trúlega má rekja söguna af rússagrýlunni aftur til 1709, þegar Pétur fyrsti (eða mikli) sigrar her Svía undir stjórn Karls XII. Það leiddi til þess að heimsveldi Svía hrundi og baltnesku löndin Eistland, Lettland og Litáen losnuðu undan grimmúðlegri kúgun Svía.  Á svipaðan hátt gildir það sama um Pólland.  Við það verður rússneska keisaradæmið ríkjandi á þessu svæði. Eftir þetta var rússagrýlan máluð á vegginn í Vestur-Evrópu þar sem því var statt og stöðugt haldið fram að Rússar vildu ná yfirráðum yfir allri Evrópu. Ekki bætti úr skák að í tengslum við innrás Napóleons 1812 barst Finnland einnig úr höndum Svía 1808 og verður hérað í rússneska keisaradæminu. Þá gerist það 1918 í borg, sem þá hét Petrograd, að Finnum og baltnesku löndunum er gefið frelsi af svonefndu Petrogradsovéti, en þá voru komnir til valda hinir hryllilegu kommúnistar, sem sagt var að ætluðu að leggja undir sig heiminn.  Þessi lönd eru sjálfstæð ríki á tímabilinu 1918 til 1941, en þá eru baltnesku löndin hernumin af nasistum og vinna Baltar með þeim í innrásinni í Hvíta-Rússland og Rússland. Eftir sigur Rússa 1945 eru þessi lönd aftur komin undir stjórn þeirra og eru það þar til Sovétríkin eru lögð niður með friðsamlegum hætti.  

Á tímabilinu 1991–‘92 fá baltnesku ríkin og Úkraína aftur sjálfstæði frá Rússlandi sem enn er sagt að ætli að leggja undir sig alla Evrópu. Vaknar þá vandi sem felst í fjölmennum minnihlutahópum sem líta á sig sem Rússa, innan landamæra þessara nýfrjálsu ríkja. Skiptir nú engum togum að grimmúðlegar ofsóknir hefjast gegn þessu fólki af rússnesku bergi brotnu. Það fékk ekki kosningarétt, ekki vegabréf eða bótagreiðslur og svo framvegis.  Þessar ofsóknir voru að vísu nokkuð misjafnar, einna minnstar í … og hafa í huga orð séra Hallgríms: „Klagarans heyrðu sögu um sinn, síðan gæt að hvað tala hinn.“ Litáen. Eitthvað hefði nú verið sagt ef Svisslendingar hefðu beitt sína minnihluta sams konar aðferðum.  

Í Úkraínu höfðu þessar ofsóknir gegn rússneska minnihlutanum verið svipaðar en 2014 er gert þar valdarán sem Bandaríkjamenn studdu og þá er mög bætt í ofsóknirnar. Rússneska er bönnuð í skólum hjá þessum minnihluta sem telur um 15 milljónir eða um 30% af mannfjölda, að sögn málvísindamanna. Kennarar mega þá ekki nota sitt móðurmál við börn sem tala sama mál. En ekki þótti það duga því her og lögreglu er skipað að fara og drepa þetta fólk í Lunask og Donetsk. Svo stendur í átta ár á tímabilinu 2014 til 2022. Þá gera Rússar innrás, eins og kunnugt er, þegar búið er að drepa hátt í 20 þúsund Úkraínumenn af rússneskum ættum.

Þessar aðstæður vega áreiðanlega þungt í þeirri ákvörðun Rússa að grípa til vopna, að kjósendur í Suður-Rússlandi, sem eiga margir ættingja og vini í Úkraínu, gerðu kröfu
um að stjórnvöld gripu í taumana. Og stjórnmálamenn eru stundum hallir undir skoðun kjósenda sinna. Við það bætist að Rússar líta á það sem ógnun við sinn tilverurétt ef Úkraína verður NATÓ-ríki með bandarískar herstöðvar við þeirra bæjardyr.


Höfundur er fyrrverandi háskóla
kennari í hagfræði. gol@gol.is

Færðu inn athugasemd