Forsstjóri Samkeppniseftirlitsins skrifar annað bréf sitt til bænda vegna lagabreytinga sem gerðar voru af Alþingi.
Í ljósi þess sem hefur verið að gerast í þessum málum er rétt að mati undirritaðs, að bændur kynni sér greinar forstjóra Samkeppniseftirlitins, því hafi Alþingi farið fram úr sér í málinu, getur það skipt bændur og neytendur miklu.

Greinin ber yfirskriftina:
,,Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda„
Tilefni skrifanna er, samkvæmt því sem fram kemur í greininni, að fyrrverandi forseti EFTA- dómstólsins og Samtök fyrirtækja í landbúnaði höfðu beðið um: ,,álit hans á samspili EES- samningsins og landbúnaðar á Íslandi“.
Í greininni segir m.a.:
,,Að mati Samkeppniseftirlitsins hefur umræðan eftir lögfestingu undanþáguheimildanna fært okkur heim sanninn um mikilvægi þess að Alþingi taki málið að nýju til ítarlegrar umfjöllunar, hið fyrsta. Í þeirri umfjöllun verði hagsmunir bænda og neytenda settir í forgrunn, í stað einangraðra hagsmuna kjötafurðastöðva og stjórnenda þeirra.„
Og einnig:
,,Vandinn hér á landi er að bændur hafa vegna ýmissa atvika misst yfirráð sín yfir kjötafurðastöðvum sem þeir byggðu upp. Löggjafinn hafði tækifæri til þess að leiðrétta þetta, með því að heimila undanþágur, en þó með því skilyrði að bændur færu með völdin í viðkomandi afurðastöðvum. Þannig þyrftu t.d. KS, SS eða Norðlenska-Kjarnafæði að gera tilteknar og nánar útfærðar breytingar á eignarhaldi, yfirráðum eða annarri stjórnun, ef stjórnendur þeirra ætluðu sér að nýta sér undanþáguheimildirnar. Slík útfærsla hefði fært bændum aukin völd til að ráða yfir hagsmunum sínum.
Með lagabreytingunni er hagsmunum bænda, og þar með neytenda, stefnt í hættu. Brýnt er að taka þetta að nýju til umfjöllunar á vettvangi Alþingis„.
Forstjórinn skiptir grein sinni í kafla:
1. Undanþágur þurfa að styrkja stöðu bænda, en ekki veikja
2. Gildandi undanþágur eru of víðtækar og opnar fyrir túlkun
4. Engin rök eru fyrir því að afurðastöðvar séu undanþegnar eftirliti með samrunum
5. Ganga þarf úr skugga um að undanþáguheimildirnar samræmist alþjóðaskuldbindingum
Og að lokum:
6. Hlusta þarf eftir sjónarmiðum bænda sjálfra
,,Allt of margir virðast nálgast umræðuna þannig að hafa þurfi vit fyrir bændum. Ég legg til að stjórnvöld tali meira við bændur sjálfa í staðinn fyrir að tala yfir þá. Þetta hefur Samkeppniseftirlitið reynt að gera, m.a. með því að láta framkvæma viðhorfskannanir þar sem bændur lýsa persónulegri afstöðu sinni til álitaefna. Þessar kannanir færa okkur heim sanninn um að bændur eru upp til hópa framsæknir og vilja nýta krafta samkeppninnar sér í hag.
Þar birtist oft afstaða sem er ólík þeirri sem talsmenn og aðrir þjónar hagsmunasamtaka vilja halda á lofti.
Gangi ykkur allt í haginn.“
______________
Svo mörg voru þau orð og reyndar enn fleiri, því hér er einungis klippt út það sem undirritaður taldi bitastæðast.
Greinina er því rétt að lesa í heild sinni. Það er vel þess virði vegna þess hve hún upplýsandi að minnsta kosti að mati þess sem þetta ritar.
Gleymum því ekki að bændur þurfa á heilbrigðri samkeppni að halda í viðskiptum með afurðir sínar, rétt eins og gildir um verslun með aðföng til búrekstrarins.
Til dæmis getur verið gott að geta valið hvert sent er til slátrunar og muna má þegar haustslátrun var í tveimur sláturhúsum á Selfossi.
Þá gátu bændur valið sér sláturleyfirhafa ef þeir kusu svo.
Síðan það var er annar hættur starfsemi en hinn alfarið fluttur á Suðurlandið.
Til þess að það yrði þurfti ekki boð ,,að ofan“ því við SS ungur og framsækinn maður, sem áttaði sig á tækifærunum sem falist gætu í rekstrarhagræðingu.
Það var þá og aðstæður talsvert ólíkar því sem er í dag og er hér aðeins nefnt til ábendingar.
Það sem ,,laumað“ var gegnum Alþingi er dálítið annars eðlis og því þarf að skoða málið vel.
Göngum því ekki án umhugsunar í gegnum einangrunardyrnar, því þær geta skollið harkalega aftur að baki okkar.

Færðu inn athugasemd