Fátt er nýtt undir Sólinni var okkur kennt á sínum tíma.
Kennt var að kynin væru þrjú, það er karlkyn, kvenkyn og hvorukyn,
Nú er svo að sjá sem komið sé fram nýtt kyn og svo kynlegt sem það er, þá er það ,,skuldakyn“.
Vitanlega er það hin frjóa og nýjungagjarna ríkisstjórn þjóðarinnar sem finnur upp hið nýja kyn.
Svo kynlega sem það kann að hljóma, þá er það fyrrverandi innviður og núverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem finnur upp á kynlegheitunum, eða að minnsta kosti ýtti þeim úr höfn..

Hvers vegna er verið að segja frá þessu?
Jú, það er vegna þess að eins og svo oft áður, þá vantar smá aur.
7500 milljónir króna mun það vera sem upp á vantar til að hinn tómi ríkissjóður geti risið undir útlátunum.
Það grillir í kosningar og því liggur mikið við.
Það sem gera á við aurana er eins og áður sagði dálítið kynlegt, kven- kynlegt og ekki síst kvár- kynlegt.
Dýralæknirinn í ríkisstjórninni verður ekki í vandræðum með að kyngreina verkefnin og finna aurunum kynlegan farveg.
Það er gott að eiga góða að þegar á þarf að halda.
Hér sannast það.

Færðu inn athugasemd