Á vef Heimildarinnar, RÚV, MBL og VÍSIS, er sagt frá því að búið sé að vísa dreng úr landi, sem er með sjúkdóminn Duchenne.
(Myndin hér að neðan er fengin af vef Heimildarinnar.)

Hann brosir til okkar pilturinn og rætt er við Guðjón Reykdal Óskarsson doktor í líf- og læknavísindum, sem er með þennan sjúkdóm, en 0,2 prósent drengja eru greindir með hann.
Guðjón, sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun, hélt erindi á Austurvelli og sagði að líf og heilsa Yazans væru í hættu.
Þar kom fram að meðferð við sjúkdómnum þarf að vera viðvarandi, því kvefpestir og annað slíkt, sem herjar á fólk, getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem er með Duchenne.
Til þess bærir aðilar hafa komist að því af gæsku sinni að rétt sé að vísa Yazan Tamini úr landi!
Hann er frá Palestínu og vart þarf að minna nokkurn á hvernig ástandið er í þar og er búið að vera um talsverðan tíma, þó keyrt hafi um þverbak þegar ísraelsk stjórnvöld ákváðu að ganga á milli bols og höfuðs á palestínsku þjóðinni, með aðferðum sem minna helst á það versta sem við getum lesið um í frásögnum úr seinni heimsstyrjöldinni.

(Mynd af visir.is)
Flestir munu vita að til Palestínu verður ekki sótt öryggi né læknishjálp eins og nú er, þegar þjóðin sem eitt sinn stóð til að gjöreyða af þýskum vitfirringum, beitir nú svipuðum aðferðum, þó ekki séu þær eins djúpt hugsaðar, en þó djöfullegar hvernig sem á er litið.
Ísraelsríki var stofnað 1947, ef rétt er munað en það gleymdist að taka tillit til þess, að í landinu bjó fólk en við því kunnu menn ráð og við sjáum og heyrum í fréttum að enn er verið að beita þeim ráðum.
Guðjón Reykdal bendir á að ,,ef hann [Yazan] fær ekki aðgang að hjólastól strax, þá getur bara eitt minnsta hnjask, haft mjög slæmar afleiðingar og það svo að líf hans gæti verið í húfi“.
Hinum 11 ára Yazan verður vísað úr landi í byrjun júlí ,,samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála„.

Færðu inn athugasemd