Hann stendur ekki á kassanum, heldur kemur upp úr honum!

Nakinn að ofan og æstur að sjá og við treystum því að Ívar fari rétt með, enda við öllu að búast úr því þinghorni sem vitnað er til.
Vinur vor til vinstri horfir furðu lostinn á og þó hann sé ýmsu vanur úr heimi dýranna, þá áttar hann sig ekki alveg á þessu.
Við gerum það ekki heldur og snúum okkur að öðru!

Það gekk ópólitísk pest í samfélaginu, sumir fengu en aðrir ekki og í þessu fréttaskoti er sagt frá því að eftirköstin séu alvarleg.
Hvaðan hún kom telja menn sig vita svona nokkurnveginn en hvert hún fór ef hún er þá farin, vitum við minna um, en eftirköstin eru ekki góð eins og hér kemur fram.

Parið á vinstri myndinni, sem ekki er par, teljum við okkur vita hver eru, annað er kona sem þekkt er að því að geta haft hátt og láta ekki sitt eftir liggja í þrasi á þingi og það er sem hún hafi þarna komist í feitt, því núverandi forsætisráðherra, þar áður utanríkisráðherra og fjármálaráðherra og þar áður eitt og annað, er að laumast burt með gullgæsina og eggin sem hún er búin að verpa.
Það er eftirsókn eftir gulli og gull gleður og það veit konan en hvort hún veit hvað er að gerast á myndinni til hægri er ekki gott að segja en grunur læðist að okkur um, að verið sé að sviðsetja ,,endalok“ Vinstri grænna.
Formaðurinn vildi ekki lengur vera formaður en vildi verða forseti og það er gröfin sem blasir við flokknum sem hún áður var í forystu fyrir.
Teiknarar blaðanna segja í lítilli mynd, það sem við hin segjum í löngu máli!

Við ljúkum þessu á tilvitnun, sem mun vera í umhverfis-, orku-, og loftslegsmálaráðherra sem mun vera yfirfljótandi fullur af hugmyndum um eitthvað sem hann ætlar að gera ,,þegar hann er orðinn stór“.
Hvernig hann ætlar að breyta orðum í athafnir vitum við ekki og alls ekki er víst að hann viti það sjálfur en það er alltaf gott að geta sagt eitthvað og hann er einn af þeim sem komið hafa víða við og sagt margt.
Eigum góðan dag.

Færðu inn athugasemd