Það var tekist á, á Alþingi fyrir nokkrum dögum og það voru stöllur tvær sem það gerðu, önnur úr Viðreisn og hin frá Sjálfstæðisflokknum.
Eins og við vitum þá er Viðreisn rótarskot út frá Sjálfstæðisflokknum og nýtur sín vel sem slíkt og hefur hina og þessa skoðun á hlutunum eftir því sem hentar og æsir sig upp með mismunandi löngum millibilum.
Nú um stundir er það stuðningur við Úkraínu sem angrar viðreisninga og hann er sem sagt ekki nægur og alls ekki réttur að þeirra mati.
Þær eiga það samt sameiginlegt stöllurnar sem deila, að vilja hjálpa en þær koma sér ekki saman um hvernig það skuli gert og líklega vita þær lítið um hvað að baki ófriðnum liggur.

Viðreisnarkonan vill reisa Úkraínu við með því að flytja þaðan inn landbúnaðarvörur og að fenginni reynslu, þá skiptir engu máli fyrir áhugafólk á því sviði, hvað inn er flutt, né hvaðan það er upprunnið, og ekki heldur hvaða kröfur hafa verið gerðar til framleiðslunnar.
Hvort það eru svo dæmi sé tekið, gírugir athafnamenn í Hollandi en ekki úkraínskir bændur sem græða á eymdinni, skipti ekki máli eða er bara eitthvað sem þarf að leiða hjá sér.
Hvorug þessara kvenna er að berjast fyrir friði, eða réttara sagt, þær sjá friðinn fyrir sér þannig, að Úkraínar eiga að sigra rússneska björninn hvað sem það kostar.
Utanríkisráðherranefnan sem var og hugsanlega er, því engin leið er að að vita hver er hvað og hvert er hvurs hjá ríkisstjórninni þessa dagana, hefur verið dugleg við að ausa íslenskum fjármunum og hagsmunum í að stríða og ekkert lagt sig fram um að stilla til friðar nema síður sé.
Það er líklega ekki hennar áhugamál.
Hún veit allt, getur allt og er allt og því veit hún t.d., að það sem gengur á, á milli Úkraínu og Rússlands: er Rússum að kenna.
Grunnurinn að hugmyndafræðinni má ætla að hafi verið lagður í Heimdalli.
Hún hélt, svo dæmi sé tekið, að ófriðinn mætti leysa með því að loka á samskiptaleiðir við Rússland, gefa Úkraínum hjólasjúkrahús, halda rándýra ráðstefnu í Hörpu sem sumir mættu á en sem aðrir máttu af einhverjum ástæðum ekki vera að því að mæta á.
Karlinn Zelensky er hennar maður og hvort það er vegna þess hve góður hann er að glamra á píanó er ekki vitað.
Nú er konan sem með henni stóð, horfin af sviðinu, búin að bjóða sig fram til Bessastaðasetu og er með laskaðan flokk í kjölfarinu.
Framboðið fór eins og það fór og flokkurinn sem hún hafði áður boðið sig fram fyrir og starfað fyrir, er nær horfinn af sviði stjórnmálanna.
Þannig að nú verður ráðherrann að rífast ein við viðreisninginn og það gengur ótrúlega illa, að teknu tilliti til hversu mikið þær eru í rauninni sammála.

Færðu inn athugasemd