
Og þá að öðru.
Rússnesk herskip komu til Kúbu og af því varð ekki- frétt vegna hernaðrins sem er í gangi á milli Úkraínu og Rússlands.

Á landinu okkar duga varðskip til eftirlits og björgunarstarfa og því er það okkur frekar framandi að verið sé að dandalast á herskipum yfir Norður Atlantshaf til þess eins að sýna sig og sjá aðra.
_ _ _
Hjá okkur er það annað sem ergir en þó aðallega Framsóknarflokkinn, sem er í ríkisstjórn eins og kunnugt er en þar gerðist það, að einn ráðherrann gerðist svo framsækinn, að skipta sér af störfum lögreglunnar og auðvitað var hann framsóknar!
Það er liðin tíð að hlutirnir gangi þannig fyrir sig og því greip dómsmálaráðherrann fram í fyrir ráðherra fjármálanna og lambakjötsins og minnti hann á, að ráðherrar ættu ekki að vera að skipta sér af störfum lögreglunnar.
Frá þessu er sagt nokkuð víða og m.a. kom það fram í umræðum á eldhúsdegi.

Þau sem eru í mynd hér að ofan hafa verið að takast á um vínsölu.
Umræðuleikfimin sem fram fór á Alþingi var sýnd í Sjónvarpi allra landsmanna og var pínulítið öðruvísi en venjulega, því undir umræðunum var leikið, af hópi fólks sem var fyrir utan þinghúsið og virtist vera að berja bumbur og eitthvað fleira, auk þess að liðka raddböndin.
Lögreglan er með málið til rannnsóknar en að gömlum framsóknarsið vildi hinn geðþekki maður sem er á myndinni til hægri segja lögreglunni til við störfin og frá þessu er sagt á visir.is.
Dómsmálaráðherrann er nútímakona, og tók því ekki afskiptaseminni vel og vildi meina að lögreglan væri fullfær um að vinna sína vinnu án utanaðkomandi aðstoðar.

Umræður þingmanna fóru að öðru leiti fram með venjubundnum hætti.
Sumir byrstu sig, aðrir grínuðust, nokkrir studdust við punkta en aðrir virtust tala blaðlaust og frjálslega, s.s. formaður Miðflokksins sem bullaði eitthvað um eitthvað, sem enginn man lengur.

Færðu inn athugasemd