Brosað framan í heiminn…

Hann brosir framan í heiminn þótt röndóttur sé og lætur sér í léttu rúmi liggja hvernig forsetakosningar á Íslandi fóru fram og er alveg sama um hve ,,meðmælendurnir“ eru margir.

Bjarna er hins vegar ekki sama sem von er, því hann er forsætisráðherra og maður og að tilheyra þeirri tegund lífríkisins fylgir vesen, áhyggjur og vandræði. Fyrir nú utan það að Bjarni er stundum rökhyggjumaður og hann hefur veitt því eftirtekt, að þjóðinni hefur fjölgað, ,,því allir er alltaf að gera það gooott„, að mati Bjarna og félaga hans í ríkisstjórninni.

Skussaverðlaunin ætti að veita vinstri grænni Bjarkey, að mati Kristjáns Loftssonar og það er svo sem vel hægt að vera því sammála, nema að flokkurinn ætti allur að fá slík verðlaun séu þau í boði. Ekki aðeins vegna hvalveiðimálsins, heldur vegna þess, að þeir eru búnir að sitja í ríkisstjórn um árabil og hafa uppskorið svo sem sáð var og það svo, að flokkurinn verður ekki þingflokkur eftir næstu kosningar ef fram fer sem horfir.

Verðmiði er kominn á brúna sem til stendur að byggja yfir Ölfusá og í stað tíu milljarða mun hún kosta 8 milljarða. Einhverjir munu hafa fjasað yfir mastrinu sem mun bera hana uppi, en fjasistum til hugarhægðar má benda á, að alls ekki er um nýja uppfinningu að ræða, heldur gamla og því ættu menn að geta sætt sig við hugmyndina sem vonandi verður að veruleika.

Sú var tíð að Íhöld skreyttu sig með bæjarstjóra á Selfossi sem hafði ekki aðra skoðun á brúnni en þá, að hún ætti að vera sem næst þeirri gömlu.

Þessir eru þeirrar skoðunar að samgöngur þurfi að bæta og vonandi geta þeir tekið bæjarstjórnarhópinn á Selfossi, sem svo vel vill til að eru flokkssystkin þeirra, á kné sér og kennt þeim samgöngureglur lífsins og þ.á.m. það:

Að brýr eru mannvirki sem liðka til fyrir samgöngum en ekki hugsandi verur sem taka sér kvöldrölt til að hitta aðrar slíkar.

Færðu inn athugasemd