Samfylkingin mælist stærst og hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn myndu fá þingmann m.v. júnímælingu 2024 hjá Gallup.

,,Þingflokkur Vinstri grænna myndi þurrkast út, ef gengið væri til kosninga núna, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn, með 30% fylgi.„
Við sjáum að Framsóknarflokkurinn nær ekki 10% og er orðinn minni en Miðflokkurinn og að Viðreisn og Flokkur fólksins, sem svo kallar sig, eru ekki langt frá því að detta út af þingi.
Segja má að þeir sem vinna vinnuna sína og eyða ekki orku sinni í gaspur og upphlaup, vinni á og af því sem er að gerast hjá Vinstri grænum sést, að ekki borgar sig að svíkja sína huldumey og ganga í björg hjá helsta andstæðingnum, hjúfra sig að honum og mala.
Það gildir reyndar líka um Sjálfstæðisflokkinn sem er ekki orðinn nema svipur af því sem hann var, enda hefur hann látið flest yfir sig ganga, sem Vg- ingar hafa ruðst fram með og ætli skýrustu dæmin séu ekki orkumálin sem hafa verið látin drabbast niður fyrir tilverknað Vg, að ógleymdu hvalveiðimálinu.
Líklega treysta mennn á að kjósendur verði búnir að gleyma flandri til olíufursta á kostnað skattgreiðenda þegar kemur að kosningum og þó allt sé það gert í undir því yfirskini að vernda lofthjúp Jarðarinnar, þá sjá kjósendur í gegnum það.
Að bæta böl með því að búa til annað verra, er ekki líklegt til árangurs.

Færðu inn athugasemd