Unnið að lausnum

Fyrst er dálítið dýralíf.

Síðan kemur alvaran.

Við erum svo heppin að eiga marga sem vilja stuðla að góðum málum, vinna þjóðinni í hag og við sjáum þess dæmi hér að ofan. Farið hefur verið illa með landið okkar í margar aldir en við erum svo heppin að eiga hugsjónafólk sem vill bæta fyrir það. 

Þá má ekki gleyma þeim sem ná góðum árangri á sínu sviði, sem er að vísu framandi fyrir mörg okkar en gríðarlega mikils virði eigi að síður og gott að geta bætt líf þeirra sem átt hafa um sárt að binda. 

Það er sem sagan endalausa að hafa orð á því, að stækkandi þjóðfélag þurfi meiri orku til að uppfylla þarfir sínar. Hér er ekki beint verið að fjalla um það, heldur er verið að minna á afleiðingar af orkuskorti.

Þannig er komið fyrir okkur að þurft hefur að skerða orku til framleiðslufyrirtækja og svo sem augljóst má vera, þá veldur það framleiðslu og tekjutapi svo miklum upphæðum nemur.

Við því hefur verið brugðist með því að brenna olíu sem flutt er inn um langar leiðir. Kostnaðurinn er mikill en vinstri- græningjum til hressingar og uppörfunar má benda á, að olíubrennslan veldur mengun andrúmsloftsins.  

Á það þýðir reyndar ekki að benda, því öfgaumhverfisviðhorf valda lokun fyrir rökhugsun og almenna skynsemi. 

Forsætisráðherra Íslands brá sér til Afríkuríkisins Malaví á dögunum og tölti þar um á rauðu teppi og naut sín vel.

Hinir malavísku gestgjafar hafa eflaust ekki vitað betur en að rautt væri uppáhaldslitur mannsins sem setið hefði í ríkisstjórn undir forystu formanns VG um árabil.

Rautt er jú uppáhaldslitur Vg- inga og það voru þeir sem færðu formanni Sjálfstæðisflokksins forsætisráðuneytið, fórnuðu því til aðalandstæðingsins, sem verið hafði besti vinurinn um árabil í ríkisstjórnarsamstarfi. 

Svona geta stjórnmálin verið skrýtin, að mestu óvinirnir geta orðið bestu vinirnir, ,,þegar að það hentar” eins og segir í dægurlagi sem eitt sinn var vinsælt.

,,Bestu vinir“ Vg- inga um árabil hafa verið tveir hagsmunagæsluflokkar. 

Og nú er svo komið að þeir sem áður voru mestu pólitísku óvinirnir, eru bestu vinirnir og svo langt gengur daðrið, að helstu vonir forsætisráðherrans – sem áður var -, um forsetaembætti þjóðarinnar, eru nú bundnar við stuðning aðalandstæðingsins í pólitíkinni. 

Öll vötn falla til sjávar að lokum og Vinstri græn treysta því að botnfallið hreinsi allt og að við sjáum því ekki gruggið sem telst vera hið pólitíska raunsæi á þeim bæ. 

Færðu inn athugasemd