Ríkisstjórnin gefur út bók

Áður en Katrínu datt í hug að breyta um starfsvettvang, yfirgefa ríkisstjórnina og leiða Sjálfstæðisflokkinn til forystu, hafði verið ákveðið að gefa út bók. Bók sem yrði kostuð af íslensu þjóðinni.

Búið var að prenta gripinn sem til stóð að dreifa vítt um landið, eða eins og segir í grein í Heimildinni: ,,Bókin yrði gefin landsmönnum og henni dreift um landið þannig að landsmenn gætu nálgast hana á bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. 

Þar kom einnig fram að: „Forsætisráðherra ritar formála, greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formál og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.“ Titill bókarinnar sé með vísan í ljóð Þorsteins Erlingssonar.“ 

Þegar hér var komið kom óvænt(?) babb í bát, því forsætisráðherrann ákvað að breyta um starfsvettvang og gerast forseti á Bessastöðum og nú voru góð ráð dýr. 

Það eru þau síðan í bókstaflegri merkingu þess orðs, því búið var að prenta bókina og í hana hafði skrifað formála forsætisráðherrann sem ekki var lengur forsætisráðherra. 

Bókinni þurfti því að henda, hún var orðin úrelt, fyrir nú utan það að hún hafði alltaf verið óþörf og var aðeins sýndarmennska og tilburðir ríkisstjórnar sem búin var að missa tengslin. 

Nýi forsætisráðherrann settist við skriftir og skrifaði nýjan formála að skruddunni og hún fer í prentun í Litháen, því bókaþjóðin getur líklega ekki lengur prentað bækur. 

Ráðherra segir af sér, nýr tekur við og peningar fuðra upp að óþörfu og óþarfinn er óþarfi, vegna þess að aldrei þurfti að standa í þessu sýndarmennskubruðli. 

Nýi formálinn verður eflaust góður og endist vonandi að minnsta kosti, þangað til aftur þarf að skipta um forsætisráðherra. 

Færðu inn athugasemd