,,Icesave samningana þarf að fella…“

Mbl.is segir frá framboðsfundi sem haldinn var vegna komandi forsetakosninga. Þar barst m.a. til tals hinn svokallaði Icesave- samningur sem gerður var milli Íslands, Bretlands og Hollands. 

Í Viðskiptablaðinu 6/9 2010, þar sem fjallað er um samninginn segir m.a.: 

,,Í skjóli nætur hinn 5. júní sl. undirrituðu sendimenn ríkisstjórnar Íslands Icesave-samninga við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi. Tveimur dögum áður hafði fjármálaráðherra Íslands fullyrt á Alþingi að ekki stæði til að ganga frá samkomulagi „einhverja næstu daga“ og að „áður er til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanríkisnefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu þessara mála“.  

Ekkert samráð var haft, málið var aðeins kynnt lauslega og síðan var af fullum þunga reynt að keyra málið umræðulaust í gegnum Alþingi. 

Þá segir einnig: 

,,Það er táknrænt fyrir meðferð málsins og innihald samninganna að þeir skyldu undirritaðir að næturlagi. Eitthvert mesta laumuspil í íslenskri stjórnmálasögu fylgdi í kjölfar samningagerðarinnar og það var aðeins með erfiðismunum að unnt reyndist að toga fram nauðsynlegar upplýsingar um efni samninganna. Meira að segja birting samninganna einkenndist af óheilindum sem kemur best fram í því að hliðarsamningur við Breta, sem hefur mikla þýðingu fyrir heildarskuldbindingu Íslands, var falinn bak við luktar dyr.“ 

Baldur Þórhallsson frambjóðandi í komandi forsetakosningum man ekki hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór um málið! 

Málið skipti þjóðina miklu og snerist um umdeildan samning sem gerður var við erlendar þjóðir. 

Frambjóðandinn man ekki og segist vera heiðarlegur með það! Ýmislegt fleira athyglisvert kom fram á fundinum eins og: 

,,„Ég er ein­fald­lega of heiðarleg­ur í þess­ari kosn­inga­bar­áttu til þess að segja ósatt þótt það hagn­ist mér póli­tískt,“ sagði Bald­ur meðal ann­ars og bætti við seinna: „Ég var mjög óviss um þetta – hvort ég ætti að greiða með eða skila auðu – fram á síðasta dag.““ og…,,Ég held að við vilj­um ekki for­seta sem tal­ar bara um að grasið sé grænt og him­inn­inn blár,““! 

Að öðru: Er þetta landið sem við búum í? 

Annað mál sem er nær okkur í tíma, er til umfjöllunar í Heimildinni.  

Þar er sagt frá því, að maður nokkur, sem fór frá Úkraínu þegar Rússar fóru að taka þátt í ófriðnum í austurhéruðum landsins með beinum hætti, hafi komið til Íslands.  

Í inngangi frásagnar Heimildarinnar er málið kynnt með eftirfarandi hætti: 

,,Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.“ 

Fram kemur að ef maðurinn væri hvítur Úkraínumaður og hefði komið sem flóttamaður til Íslands, þá hefði hann líklega fengið stöðu sem flóttamaður, þó kann að vera, að þar sem hann er karlmaður, þá hefði honum verið hafnað. (Reglur þar um þekkir ritari ekki)  

Hvað sem því líður, þá er hann svartur flóttamaður sem stundaði fótbolta í Úkraínu en flúði til Íslands, kynntist þar konu og þau giftu sig. 

Hvers vegna hann er handtekinn vitum við ekki, því það er ekki gefið upp og ekki virðist sem íslensk yfirvöld sjái ástæðu til að sækja hann til saka fyrir eitt eða neitt! 

Hann er dökkur á hörund og spurningar vakna um hvort það sé ástæðan en þar sem ekkert er gefið upp, verður það ekki fullyrt en hefði hann drýgt einhvern glæp sem hann væri sakaður um, þá færi það væntanlega sína leið í kerfinu og leiðin sú, fæli það tæpast í sér að maðurinn yrði sendur úr landi! 

Því vaknar spurning um, hvort þar spili inn í að litur hörundsins sé ekki réttur, getur það verið!? 

Varla, því við búum ekki í svoleiðis landi, eða hvað?  

Eftir situr ung kona í sárum, svipt eiginmanni, sem hún hefur reiknað með að eiga sína framtíð með, heimili og börn. Fótboltamanni sem hefði mögulega getað orðið einn af mörgum slíkum, sem íslensk þjóð hefði getað orðið stolt af. 

Myndir af fundinum eru úr Morgunblaðinu en af máli fótboltamannsins úr Heimildinni.

Færðu inn athugasemd