Það sem við sjáum hér er undur fallegt og vonandi er svo líka um það sem sagt er frá þar fyrir neðan.

Að stuðla að því, að við getum verið og fylgst með í innleiðingu nýrrar tækni er nauðsynlegt og gott framtak.

Í Morgunblaðinu, er frásögn sem lætur ekki mikið yfir sér en þar segir frá því, að íslensk sendinefnd hafi farið til fundar við fólk frá Microsoft og Google í þeim tilgangi að kynna, ,,máltækniáætlun íslenskra stjórnvalda”.
En til hvers er verið að þessu mætti spyrja og í textanum kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem ,,viðskiptaráðherra leiðir slíka ferð”.
Jú, fram kemur að tilgangurinn er, að kynna fyrirtækjunum íslenskuna og að verið er að gæta hagsmuna smærri tungumála.
Ísland er lítið land með enn minni þjóð en er samt með eigin tungumál, sem við ættum að gera sem hægt er til að kynna og vernda, hér er verið að vinna að því og það er gott!

Íslensk fyrirtæki eru boðin velkomin til Kína á sýningu, sem þar stendur til að halda og svo er að skilja, sem sýningin gangi undir heitinu CIIE og sé sú sjöunda í röðinni.
Kína er sívaxandi land á sviði tækni, vísinda og viðskipta og þaðan kaupum við æði margt og ekki væri verra ef markaður fyndist fyrir íslenskar vörur í Kína.
Vonandi tekst það og vonandi geta þau viðskipti staðið og orðið blómleg, alla vega þangað til að einhver ráðherrafígúra tekur samskipti landanna úr sambandi, líkt og gert var með samband Íslands og Rússlands í vandlega yfirveguðu bráræðiskasti.

Færðu inn athugasemd