Við horfum á Tunglið, fylgihnöttinn sem Jörðin krækti sér í með einhverjum hætti fyrir óralaungu síðan, svo löngu að við getum ekki hugsað svo langt aftur en getum samt reynt.

Í grein sem birtist okkur á CNN eru ýmsar vangaveltur um hvernig bakhlið Tunglsins geti litið út og þar er sagt frá því að til standi að reyna að komast að því og skoða það betur en tekist hefur til þessa.

Í frásögninni er rifjað upp að hljómsveitin Pink Floyd samdi lag og texta þar sem fjallað er um hina dökku hlið Tunglsins.

En ,,bakhlið“ Tunglsins er ekki frekar dökk en sú sem snýr að okkur og sú hlið er ýmist björt eða dökk og allt þar á milli og þegar hliðin sem að okkur snýr er dökk, þá er glaða sólskin á bakhliðinni.

Send eru furðutól til að skoða Tunglið svo sem við sjáum og við skulum ekki reyna að ímynda okkur hvað farartækin kosta.

Sagt er að Bandaríkjamenn hafi sent menn til Tunglsins í Apollo leiðöngrum sínum og við munum að dálítill hópur kom og skoðaði íslenskt hraun í þeim tilgangi að vera betur undirbúnir fyrir göngutúra sína á Tunglinu.

,,Illar“ tungur segja að ferðirnar hafi aldrei vrið farnar nema í stúdíói en við viljum ekki trúa svoleiðis bulli og vonumst eftir því að takast megi að senda far, mannað eða ómannað, til þeirrar hliðar sem frá okkur snýr, taka sýni og koma með það til Jarðar.

Takist það, þá verður það alla vega ekki neitt uppdiktað bull, fyrir nú utan það að við viljum ekki trúa svoleiðis sögum.

Færðu inn athugasemd