9/5/2024
Myndin sem er hér að neðan, birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru og við sjáum að rjúpurnar eru að skipta úr vetrarbúningi yfir í sumarbúning.

Varðandi stöðu orkumálanna er allt við það sama, enda ekki hægt að hrófla upp virkjunum á einni nóttu og því er það, að farið er að bera á orkuskorti:

Vegir eru víða illa farnir eftir þungaflutninga sem á þeim eru stundaðir, eftir að menn komust að því, að ekki væri hægt að notast við sjóinn til þeirra hluta. Sjórinn er þeirrar náttúru að hann víkur sér undan þunganum og fer síðan aftur í sitt fyrra horf og það er víst ekki nógu gott.
Það hafði þó gengið ágætlega, eftir því sem best er vitað og aldrei þurfti að setja þungatakmarkanir á hafið!

Fyrirsögn fréttar, segir frá því að hvatinn til að skipta yfir í rafrennireiðar sé á brott og það er ef til vill bara gott, því eins og sést, eru vegirnir ekki undir það búnir, að taka við miklum þunga og því eru léttari bílar af gömlu gerðinni hentugri á íslenska vegi.

Hvatinn kom og hvatinn fór og hvort hann kemur aftur er ekki gott að segja en geri hann það, þá verður vonandi byggt á fenginni reynslu og rökréttum niðuratöðum.

Það var skrifað um hugmyndir Landverndar í ,,Staksteinum“ Morgunblaðsins og komið víða við. Þar er sagt frá ,,umhverfisslys[um] í nafni umhverfisverndar“. Sagt er einnig frá því, að VG- ingar hafi áhyggjur að kolefnisspori landsins, sem ekki telst víst til tíðinda.
Eins og margir muna, þá felst umhverfisvernd Vinstri grænna í því, að flytja inn olíu til að fiskbræðslur geti skilað hlutverki sínu.
,,Það vantar spítu og það vantar sög“ var einu sinni sungið og það vantar orðið rafmagn til að hægt sé að vinna með vistvænum hætti úr auðæfum þjóðarinnar og breyta þeim í söluhæf verðmæti.
Úr flokknum sem styður það ráðslag, er forsætisráðherrann sá sem var, flúinn og komin á önnur ,,mið“ í leit að góðri framfærslu.
Hvernig sú veiði gengur mun koma í ljós eftir að atkvæðaveiðum er lokið og vonandi gengur betur að telja þau atkvæði en gekk í Borgarfirði forðum.

Færðu inn athugasemd