Verður gripið til áranna?

Í blaði VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna er grein eftir Guðmund Helga formann félagsins.

Þar hvetur hann til samstöðu meðal félagsmanna varðandi samninga um kaup og kjör við útgerðarmenn.

Í greininni kemur m.a. fram, að þurft hafi að slíta viðræðum um nýjan kjarasamning vegna vélstjóra á sjó við SFS í desemberbyrjun.

Það er svo komið að hin tæknivædda íslenska útgerð hefur ekki efni á að borga þeim sem hugsa um búnaðinn um borð í skipunum viðunandi laun.

Það er eins og maður hafi einhverntíma heyrt af þessu áður.

Ritari þessarar síðu var svo lánsamur að vinna á kaupskipum þann tíma sem hann var til sjós, utan eins sumars sem hann var á togara.

Ekki stóð á launagreiðslum, hvorki í frakt, né fiskimennsku og líklega gerir það ekki heldur núna, en það stendur á, að hægt sé að ljúka gerð kjarasamninga á fiskiskipunum.

Útgerð án vel menntaðra tæknimanna, er í dag sem skip fyrri tíðar án seglabúnaðar og við vitum hvað gert er þegar svo er komið:

Þá er gripið til áranna!

Sjá menn ekki fyrir sér hvernig það muni ganga að sigla skipunum og draga botnvörpuna, með þeim aðferðum á skipum nútímans?

Færðu inn athugasemd