Heimildin segir frá ,,Landsbankamálinu“ í grein sem birtist 17/4 sl.
Þar kemur margt áhugavert fram s.s.:
,,Bankráðið hafnar gagnrýni Bankasýslunar og segir aðdróttanir stofnunarinnar um leið sem bankinn valdi við kaup á TM vera fjarri sanni. Þá segir bankaráð viðskiptin hvorki skerða arðgreiðslugetu bankans né lækka eiginfjárkröfur hans. Þá séu kaupin í fullu samræmi við eigendstefnu ríkisins.“
Bankaráðið hafnar aðdróttunum um að sú leið sem bankinn valdi til fjármögnunar kaupanna hafi verið til þess að ,,komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar“ og segir að um sé að ræða ,,aðdróttanir í garð bankans sem séu fjarri sanni.“
,,Bankaráðið segir Landsbankann greiða fyrir TM með haldbæru fé. Sem mótvægisaðgerð hyggst bankinn gefa út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 13,5 milljarðar króna sem greiðist upp eftir fimm ár, en ekki með því að auka hlutafé.“
Og segir að:
„Sú leið var valin vegna þess að hún er til þess fallin að viðhalda getu bankans til að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar, í samræmi við markmið eigandastefnu ríkisins.“
Og:
,,„Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans.“„
Þá segir að:
,,Hefði Landsbankinn ætlað að greiða fyrir tryggingafélagið með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar.“
Og síðan:
,,,,Eiginfjárkrafa á bankann er 20,7 prósent og með kaupunum yrði hlutfallið 22,1 prósent. Hins vegar segir bankinn að með mótvægisaðgerðum mun hlutfallið fara aftur í 23,1 prósent. Eiginfjárstaða bankans myndi því aðeins dragast saman um 0,5 prósent, en fyrir viðskiptin stóð hlutfallið í 23,6 prósentum.“„
Einnig kemur eftirfarandi fram:
,,Vísar bankaráð Landsbankans í greinargerð sína frá 22. mars síðastliðnum. En þar kemur fram að bankaráð hefði ,,átt frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM frá miðju ári 2023.“
Í tilkynningu bankaráðsins kemur fram (skv. því sem segir í umfjöllun Heimildarinnar):
„Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ [segir í tilkynningunni].
,,Bankaráð segist hafa uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart Bankasýslunni og að kaupin á TM séu í samræmi við eigandastefnu ríkisins. „Kaupin voru ítarlega undirbúin, þau eru góð fyrir bankann og í þeim felast mörg tækifæri.““
Hvað á spítunni hangir af hálfu ríkisstjórnarinnar mun koma í ljós síðar ef að líkum lætur.
Það er sem glitti í vel valda vildarvini sem langi í góðan bita.

Færðu inn athugasemd