Hafa Rússar stundað rán á úkraínskum börnum?

Því hefur verið haldið fram af talsmönnum Úkraínu að Rússar hafi stundað rán á börnum en annað virðist geta verið að koma í ljós.

Það hefur oft verið sagt að sannleikurinn sé eitt það fyrsta sem undan verður að láta þegar stríð geysa milli landa. Víst er það rétt og oftar en ekki getur verið erfitt að greina á milli, um hvað sé satt og hvað sé ósatt.

Í grein sem sjá má á Russya Today er sagt frá því að um sé að ræða börn sem fóru með foreldrum sínum frá Úkraínu, líkt og gerðist t.d. þegar þegar fólkið flúði til Íslands eftir að Rússar tóku sig til og réðust inn í landið.

Hvað varð þess valdandi að Rússar gripu til þeirra ráða hefur lítið verið rætt a.m.k. ,,hérna megin“, ef svo má segja.

Þeir sem vilja, geta kynnt sér hvað búið var að ganga á í samskiptum landanna um margra ára skeið og sem m.a. varð til þess, að menn sem voru að reyna að verja land sitt í sjálfstjórnarhéraðinu Donbas, skutu niður hollenska farþegaþotu og gerðu það með loftvarnarkerfi sem Rússar höfðu lagt þeim til. S-200 mun kerfið heita ef minnið er ekki að bregðast.

Og, svo dæmi sé tekið: NATO- þjóðin Tyrkland keypti sér til varnar!

Því er haldið að okkur að ófriðurinn milli landanna hafi hafist þegar Rússar gripu til sinna ráða á síðustu árum en það er ekki rétt og það þarf að kafa lengra aftur til að það sanna komi í ljós.

Rússum þykir greinilega leitt að vera sakaðir um rán á börnum en við athugun kemur í ljós, að um er að ræða áróður frá hinum ,,vönduðu“ valdhöfum í Kænugarði.

Sé það rétt sem sagt er frá í greininni á rt.com, þá er um að ræða enn eina töluna í enn eitt óhneppt hnappagatið, hjá úkraínskum valdhöfum.

Frásögnin hefst með þessum orðum:

,,Allegations by Kiev that Moscow has mass kidnapped Ukrainian children have been exposed as a lie after some of the purported victims were found in the EU, according to Russian children’s rights commissioner Maria Lvova-Belova. She is among the officials to have been accused of abducting youngsters from Ukraine amid the conflict between Moscow and Kiev.“

Þá segir að í örfáum tilfellum hafi komið upp grunur um ólögmætan flutning barnanna frá Úkraínu og er það sagt vera í rannsókn.

Yfirvöld í Moskvu hafa vísaði ásökunum um barnarán á bug sem pólitískum tilbúningi stjórnvalda í Kænugarði, sem hafi sagt ósatt um hvað um væri að ræða.

Sem eftir því sem best verður séð, þegar málið er skoðað, er brottflutningur óbreyttra borgara með börn sín (stundum annarra líka) frá landi, sem búið hefur við óstöðugleika um margra ára bil og sem síðan hefur orðið að beinum stríðsátökum milli landanna.

Átökunum sem allir sem vilja hafa til, hafa getað fylgst með að undanförnu.

Vilji menn velta sér upp úr sögunni, sem vissulega getur verið fróðlegt, þá má sjá, að erjur og átök þarna á milli, eru því miður ekki neitt nýtt og Úkraínar voru t.d. nokkuð duglegir við að aðstoða Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni.

Myndin hér að ofan fylgir greininni á RT og er sögð vera tekin á flugvelli í Berlín og sýna neyðarathvarf fyrir flóttafólk.

Færðu inn athugasemd