Ný útflutningsafurð
Það er hugur í mönnum og stefnt er á útflutning á jarðarberjum sem ræktuð yrðu hérlendis.
Það eru japanskir fjárfestar sem fyrir þessu standa.
En að öðru.
Orkuveitan kynnir nýja stefnu og eins og flestir vita, nema vinstri-grænir séu, þá er þörf fyrir aukna orkuvinnslu í stækkandi þjóðfélagi.
Vinstrigræningjarnir kunna ráð víð þeim vanda sem öðrum og benda réttilega(?) á að það sé hægt að gera ,,eitthvað annað“.
Þetta ,,annað” er ekki fast í hendi og græningjarnir hafa ekki bent á hvað það sé og segja aðeins ,,BARA“ ef þeir segja það þá!
Þeir eru samt teymdir til stjórnar af flokknum sem þykist á góðum kosningadegi vilja allt það besta fyrir þjóðina – hvaða flokkur segir okkur það ekki – en vill síðan fyrst og fremst sitja sem fastast og skara eld að sinni köku og til ,,sinna manna“.
Að öðru
Það er komið upp fár mikið á Ströndum, ekki þó galdrafár og sem er algjörlega ótengt fárinu sem á sér stað á ríkisstjórnarheimilinu.
Svo sem sjá má hér að neðan er það ekki vonum seinna að þjóðin grípi til gamalla úrræða!
Hver nornin er sem ætlunin er að leiða á bálið vitum við ekki en gerum ráð fyrir að hún hafi verið vel valin og hafi helst eitthvað unnið til saka, fyrst hún fær útreið sem þessa.

Að enn öðru.
Það hendir æ oftar að erlend flutningaskip lenda í hremmingum hér við land og spurning hvort ekki væri betra að íslensku skipafélögin taki aftur upp strandsiglingar og smali saman vörum af landsbyggðinn og komi þeim til Reykjavikur.
Það myndi létta álagi af vegakerfinu ef það vinnulag yrði tekið upp að nýju.
Það var gert fyrir nokkrum árum en lagðist af vegna oftrúar á vegakerfið.
Það hefur sýnt sig að vegakerfið stendur ekki undir þeim þungaflutningum sem á það eru lagðir, en ekki er vitað til að sjórinn kvarti undan þunga skipanna sem á honum fljóta!

Færðu inn athugasemd