Stiginn sem ekki fær frið og verður því fjarlægður

Ekki veit undirritaður hvort hugmyndin að lagi Led Zeppelin er sótt til Hawaii en nú er svo komið, að til stendur að fjarlægja Himnastigann á Hawaii vegna slæmrar umgengni ferðamanna. Frá þessu er sagt á CNN.COM.

Líklega myndi það vekja svipaðar tilfinningar ef lokað yrði fyrir umgengni um Almannagjá hjá okkur og það sem þarna er um að ræða.

Verkinu á að vera lokið fyrir lok apríl svo líklega er þegar orðið of seint að skreppa Hawai í stigagöngutúr.

Það er leitt til þess að vita að ekki sé hægt að hafa frið með svona lagað vegna slæmrar hegðunar þeirra sem þykjast ætla að njóta en eru í raun skemmdarvargar.

Það fylgir ekki sögunni hvert ástand þeirra er sem ónæðinu og/eða slæmri umgengni valda og ef til vill er best að vita sem minnst um það.

Færðu inn athugasemd