Orð og æði

Það er búið að vera kátt á hjalla hjá ríkisstjórninni síðustu dagana

Leiðtogi Vinstri grænna er farinn að róa á forsetamið og við höfum fengið að fylgjast með þórðargleði Sjálfstæðismanna.

Það er vissulega ástæða til að kætast, því eftir því sem Vg ,,minnkar“, aukast ýmsir aðrir möguleikar.

Það er t.d. ekki útilokað að hægt verði að virkja rennandi vötn og blásandi vind en það hefur verið og er eitt helsta áhugamál Vinstri grænna, að hindra orkuöflun fyrir þjóðina eftir því sem þau hafa getað, því að þeirra mati getur allt orðið til af engu og úr engu.

Það má t.d. ekki virkja vindinn þó nóg sé af honum og ekki sé auðvelt að sjá, hvernig honum verður eytt.

Það sama má reyndar segja um rennandi vatn, sem runnið hefur óbeislað um aldir, það heldur áfram að renna eftir að það hefur farið í gegnum hverfla virkjana hvað sem vinstrigræningjum finnst um það.

Nú liðkast til með þetta og við bíðum spennt eftir framhaldinu og leyfum okkur að vona að afturhald Vg ráði ekki lengur vindum og vötnum.

Það er nefnilega tekið við, annað afturhald og við látum telja okkur trú um, að það sé skárra, framsýnna og betra!

En að öðru.

Morgunblaðið segir frá því að móðursýki Bandaríkjamanna, sem dvalið hafa í Havanna borg á Kúbu, sé þess eðlis að rekja megi hana til Rússa, en eins og við vitum, þá brýst minnimáttarkennd hinna bandarísku út með því að finna þeim allt til foráttu sem eru þeim fremri í einhverju.

Og nú er sem sagt komið í ljós að bandarískir, hafa ekki roð við þeim rússnesku í pestarframleiðslu, sem hinir fyrrnefndu hafa mátt búa við á Kúbu.

Talið sig verða fyrir, svo öllu sé nú til haga haldið og ímyndunarveikinni sé ekki gert of hátt undir höfði.

Færðu inn athugasemd