Ráðist á kjarnorkuver enn einu sinni

CNN.COM greinir frá því að ráðist hafi verið á Zaporizhzhia kjarnorkuverið (ZNPP) og að það hafi skemmst sl. sunnudag í drónaárás, eftir því sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja.

Þá er svo að sjá sem í Kænugarði sé eitt ,,helsta orkuver“ borgarinnar, sem hafi orðið fyrir verulegum skemmdum í í árásum Rússa, því í fyrirsögn Morgunblaðsins segir að verið hafi verið ,,sprengt upp“.

Ritari hefur ekki kafað ofan í þennan fréttaflutning, en vel má vera að í höfuðborg Úkraínu sé orkuver. Það er ekki óþekkt, að slík ver séu a.m.k. í nálægð við borgir, svo sem sést af því sem segir af verinu í Zaporizhzhia sem sífellt er verið að ráðast á.

Bæði Rússar og Úkraíanar neituðu að hafa gert árás á það ver.

Varðandi það síðarnefnda, ætti ekki að koma á óvart að Rússar neiti fyrir að hafa gert árás á sjálfa sig og það kemur heldur ekki á óvart að Úkraínar neiti að hafa gert árásir á það ver, sem er eitt hið stærsta í Evrópu eftir því sem sagt hefur verið.

Úkraínar hafa ætíð hafnað því að þeir hafi gert árásir á þetta kjarnorkuver og það þó eftirlitsfulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafi verið á vettvangi og orðið vitni að árásunum..

Það var Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) sem sagði frá árásinni og eins og fram kemur í frásögn CNN.COM, þá er stöðin undir yfirráðum Rússa.

Tekið var fram að skemmdirnar „hefðu ekki ógnað kjarnorkuöryggi“, eins og það var látið heita.

Drónárásin fól þó í sér þrjár árásir á aðalkjarnakljúf stöðvarinnar, sagði Rafael Grossi, á X- inu og bætti því við að einn hafi látist í kjölfar árásarinnar.

„Þetta er skýrt brot á grundvallarreglum um verndun stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Slíkar gáleysislegar árásir auka verulega hættuna á meiriháttar kjarnorkuslysi og verður að stöðva nú þegar“, sagði Grossi.

Hér er tengill á frétt CNN.COM:

https://www.cnn.com/2024/04/07/europe/russian-controlled-zaporizhzhia-nuclear-reactor-damaged-following-drone-attack

(Það sem hér var sagt frá, gerðist fyrir nokkrum dögum s.s. sjá má, ef fréttin er skoðuð).

Færðu inn athugasemd