Uppstokkunin, ráðleysið og stjórnsýslan

Þær tókust á í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum þessar konur og sú dökkhærða sem er til vinstri, vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið, fór illa út úr umræðunum og hefur lítið til henna fréttst síðan.

Þar til að það brast á með hreinsunum og nú á að taka á því, því hreinsa skal út úr Landsbankanum sjálft Bankaráðið og skilja bankann eftir ráðlausan.

Ráðlausan kannski, en ekki Bankaráðslausan því til stendur að búa til nýtt bankaráð með nýjum og þægari mönnum, þeim sem vilja það sem þeir eiga að vilja og gera það sem þeim er sagt.

Hvort bankinn verður framvegis með höfuðstöðvar sínar í Valhöll hefur ekki verið látið uppi, en í vissum skilningi verður aðsetrið þar, því þar er það best geymt og líka þægilegast að fylgjast með því!

Hvað Framsókn fær í sinn hlut er ekki gott að segja, því enginn er lengur land- Búnaðarbankinn lengur, en kannski má finna eitthvað handa þeim blessuðum.

Það er útséð um hvalveiðar í sumar því mikið hefur verið að snúast í ráðuneytti matvæla. Matvælaráðherra svarar ekki og ríkislögmaður virðist vera hættur störfum, ef marka má fréttina hér að ofan.

Vinstri grænu uppáhaldi Sjálfstæðisflokksins, tókst að eyðileggja vertíðina í fyrra og nú er greinilega verið að reyna að taka endurtekinn snúning á málinu.

Svokallaðir stjórnarliðar hafa verið uppteknir við eitt og annað, eins og við höfum tekið eftir og því er ekki von að þeir megi vera að því að afgreiða umsóknir.

Ríkislögmaður svarar ekki og er það varla von!

Það hefur ekki verið starfandi ríkisstjórn í landinu síðustu vikur; menn hafa verið uppteknir í forsetaframboðsmálum og lítill tími því verið eftir til að sinna öðru.

Við erum að reyna að skilja:

Að venjulegt atvinnulíf er óþarft í þjóðfélagi nútímans.

Færðu inn athugasemd