Kosningar í kreppu.

Í grein eftir Þórð Má Júlíusson, sem birtist í Heimildinni 5/4/2024 er farið yfir stöðu ríkisstjórnarinnar og flokkanna sem að henni standa og rétt er að taka það fram að greinin er skrifuð áður en brotthvarf Katrínar Júlíusdóttur var opinberlega tilkynnt.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru í kreppu og það er ýmislegt sem henni veldur.

Fylgið hefur hrunið og það svo, að einn flokkanna sem er í stjórnarandstöðu, er með meira fylgi en sem nemur samanlögðu fylgi flokkanna þriggja, sem telja sér trú um að þeir haldi um stjórnartaumana.

Það er reyndar ofsagt að þeir geri það, því taumhaldið er nánast ekkert.

Í fyrradag varð ljóst að draumar Katrínar um að bjóða sig fram til forseta þjóðarinnar eru við það að verða að veruleika.

Það gerðist síðan að Katrín kynnti þjóðinni hvað til stæði, eftir að hún hafði látið félaga sína vita hver flóttaleiðin væri sem hún hefði fundið.

Einboðið er að formenn hinna ríkisstjórnarflokkanna bjóða sig nú fram til forsetakjörs líka, þó ekki væri nema til að kjósendur geti haft úr nógu að moða!

Þau sextíu eða sjötíu(?) framboð sem fram eru komin, lykta af þykjustuleik fólks sem vill koma sér á framfæri, tekur hlutunum ekki alvarlega og er jafnvel að grínast.

Stjórnmálamenn okkar hafa ekki haft í sér rænu til að uppfæra reglur til framboðs til forsetaembættisins, með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa síðan þær voru settar.

Þjóðinni hefur fjölgað og möguleikar til að afla sér meðmælenda eru miklu meiri en áður voru.

Stjórnmálamennirnir virðast ekki hafa tekið eftir þess og hafa flotið sofandi að kosningaósi, ef svo má segja.

Katrín er búin að fá nóg og sér þann kost vænstan að forða sér úr pólitíkinni með því að flytja á Bessastaði!

Telur það góðan stað til að vera á, til framtíðar litið, enda flokkurinn sem hún veitir forustu, rjúkandi rúst eftir sam- ,,starf“ við tvo íhalds- flokka um margra ára skeið.

Samstarf sem engu hefur skilað þjóðinni og er sem skip, sem siglir um höfin stefnulaust og án þess að ætlunin sé að fara á einhvern sérstakan áfangastað.

Ekki einu sinni til að afla vista eða eldsneytis.

Færðu inn athugasemd