Gott að eiga góða að…

Jerusalem Post greinir frá því að Netanyahu hafi vaknað upp við vondan draum þegar árásin var gerð af Hamaz þann 7. október…

..og hver viðbrögðin voru og hverja hann spjalaði við og þar sjáum við kunnulegt nafn.

Mann sem þegið hefur íslensk knús og huggulegheit.

Skemmst er frá að segja, að síðan Hamaz gerði árásina hefur fjandinn verið laus og betra hefði verið að stjórnendur Hamaz hefðu hugsað sig um áður en þeir stóðu að þeirri morðárás.

Innrás Ísraela inn á Gaza er kunnari en frá þurfi að segja, hörmungarnar eru ofboðslegar og þar líða þau mest sem enga ábyrgð bera.

En hvað er það sem rekur menn áfram?

Palestínumenn voru fyrir í landinu þegar menn fundu það út, að rétt væri að stofna ríki Gyðinga, vafalaust knúnir áfram af samúð, skömm og viðbjóði yfir framferði Nazista í heimsstyrjöldinni síðari, sem menn kalla líka annarri heimstyrjöldinni.

Líklega vegna þess að alltaf er hægt að sjá svo um að þær geti orðið fleiri ef vilji stendur til.

Óhugnaðurinn skömmin og viðbjóðurinn blasti við þegar sovéski herinn og hersveitir vesturveldanna sóttu fram og sigruðu á endanum Þýskaland og bandamenn þess.

Vegna þessa, sem ekki er hægt að rekja í stuttum pistli, hefði víst fáa getað grunað að sú staða gæti komið upp, að ríki gyðinga Ísrael, yrði gerandi í því að stuðla að eyðingu þjóðar áratugum síðar.

Þetta er sorgleg staða og niðurbrjótandi að hugsa um.

En þegar hugsað er til baka rifjast upp, að stofnað var til Ísraels með ofbeldi og það hefur síðan verið að stækka með ofbeldi og yfirgangi.

Við sjáum af þessu, að óendanlega erfitt er og í raun útilokað, að leiðrétta misgjörðir yfirgang og ofbeldi fortíðar, með því að beita þá ofbeldi og yfirgangi sem ekkert hafa af sér gert annað en að vera til og búa á stað, sem mörgum öldum áður tilheyrði öðru fólki af öðru þjóðerni.

Framferði stjórnenda Ísraels núna, er óhugnanlega líkt því sem gyðingar urðu að þola af völdum nazista í seinni heimsstyrjöldinni.

Sem við skulum vona, að ekki verði í framtíðinni kölluð önnur af fleirum slíkum styrjöldum.

Færðu inn athugasemd