mars 2024
-
Menn eru ekki á eitt sáttir um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Flest er tínt til til að færa rök fyrir því að hann verði að vera þar og hvergi annarstaðar. Hugmyndir hafa komið fram um aðra staðsetningu og ef einver slík er nefnd rísa upp framsóknarmenn ýmissa flokka og finna hugmyndinni allt til foráttu. Þau sem…
-
Gamall vinur var kvaddur á dögunum eftir að hann hafði látist í bifreiðaslysi og þó notað sé orðið vinur hér í þessu sambandi, þá var það ekki þannig, að sambandið væri mikið. Þræðir slitna stundum þegar hlutirnir breytast, en Guðjóns er minnst af góðu einu, hvort sem hann var að hjálpa til við að…
-
Okkur er sagt frá því hér, að það sem við vissum, höfðum fundið og notið er rétt. Það er sem sagt verið að staðfesta alkunnar staðreyndir sem við höfum vitað en nú er þetta á hreinu: Það er bæði hollt og gott að njóta návistar hunda! Þetta hafa menn vitað svo lengi sem við munum…
-
Á vef BBC.COM er fjallað um útbreiðslu þessa ógnvænlega sjúkdóms sem herjað hefur á fugla vítt og breitt um heiminn. Svo er að sjá sem hann hafi verið að þokast í átt Suðurskautslandsins og full ástæða er til að óttast um mörgæsastofninn sem þar er, ef flensan nær þangað. Hún er kominn til Suður Georgíu……
-
Í viðtali Helga Seljan við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar, er víða komið við. Svo er að sjá sem kominn sé fram á svið stjórnmálanna stjórnmálamaður nýrrar gerðar. Stjórnmálamaður sem vill takast á við málin samkvæmt rökum, frekar en gaspri og sleggjudómum, vill yfirvegun og faglegt mat, frekar en órökstutt hugsjónaflóð. Það er góð tilbreyting, sem…
-
Sumt er þannig að reynt er að fela það og víst er, að ef eitthvað þolir ekki dagsljósið, þá getur verið gott að koma því fyrir á afviknum stað. Þannig er það með fangelsi sem verndarar okkar og sérlegir vinir halda úti á Kúbu, landinu sem þeir þola ekki. Þegar ekki er lengur hægt að…
-
Á CNN.COM sjáum við að það er gott að eiga góða að, þegar á þarf að halda. Fjarlægar stjörnuþokur heilla og þegar rætt er um heimsmálin þessa dagana, getur komið upp sú hugdetta, hvort ekki væri betra að sumir leikaranna á stjórnmálasviði heimsbyggðarinnar eins og við þekkjum hana, væru staddir á annarri vetrarbraut! Slagurinn um…
-
Í Morgunblaðinu er sagt frá því að ,,fyrstu“ farfuglarnir séu komnir til landsins og við sjáum hverjir þeir eru. Sumar þeirra þraukuðu af yfir veturinn og fóru ekki neitt, en nú eru félagar þeirra að koma. Þessi mynd er fengin af visir.is og á henni sjáum við, ef rýnt er í textann undir myndinni, að…
-
Hann er makindalegur þessi ,,vinur” okkar þar sem hann liggur og lætur sig dreyma og gott væri nú, ef það sama mætti segja um það sem er að gerast í mannheimum að hægt væri að láta sig dreyma um heim þar sem friður og ró ríkti í samskiptum manna og þjóða á milli. Svo er…
-
Í stuttri grein í The ZeroHedge er farið yfir stöðuna í austur- Evrópumálunum á glöggan og skýran hátt. Finnar eru orðnir meðlimir í NATO eins og við vitum og Svíar líka, svo stuðpúðarnir milli Rússlands og NATO- ríkjanna eru engir orðnir og við tökum eftir því að ekki er hikað við að tala berum orðum…
