Forsetakosningar ,,hernaðarsérfræðingur“ og hryðjuverk

Í Silfrinu 25/3/2024 í Sjónvarpinu var viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í tilefni af forsetakosningum sem til stendur að halda á árinu.

Hvernig kosningarnar fara er ekki gott að segja á þessari stundu en fyrir liggur að sem stendur, er meira framboð á frambjóðendum en eftirspurn er eftir.

Til stendur að kjósa einn forseta en þeir sem fylgst hefa vel með og eru góðir í að telja, hafa komist að því að um eða yfir 40 manns hafi fundið hjá sér hvöt til að fórna sér fyrir þjóðina og sækjast eftir embættinu.

Það var komið víða við í viðtalinu og Ólafur útskýrði hvers vegna hann hefði lítið gefið kost á sér í viðtöl að undanförnu og fór yfir stöðu heimsmála o.fl.

Viðtalið ætti að vera hægt að nálgast á tenglinum sem er í fyrstu línu undir myndunum.

Í Kastljósþætti Sjónvarpsins sama kvöld var rætt við íslenskan ,,sérfræðing“ í hernaðarmálum sem fréttamenn miðilsins höfðu fundið einhversstaðar.

Hér verður ekki lagt mat á kunnáttu sérfræðingsins nema að því leiti til, að ef sérfræðikunnátta felst í því að geta sagt eitthvað um eitthvað, þá hefur sérfræðingurinn staðist væntingar.

Útsendingin var öll í molum og virtist sem þar félli ágætlega saman, tæknigeta og ályktunarhæfni.

Áhugasamir geta endurupplifað stundina, nú eða notið hennar, með því að fara á tengilinn sem er í fyrstu línu undir myndinni.

Færðu inn athugasemd