Sameiningin sem fáir virðast skilja

Svo er að sjá sem frumvarp um sameiningar afurðastöðva í landbúnaði hafi farið í gegnum Alþingi vegna þess að sumir þingmenn voru ekki nógu vel á verðið fyrir því sem var að gerast. 

Þingmaður Samfylkingarinnar gengst við því að honum hafi orðið á, hann hafi ekki verið nógu vel á verði og orðið á þau mistök að samþykkja frumvarp sem búið var að breyta frá því sem áður hafði verið. 

Þingmaðurinn  Jóhann Páll Jóhannsson segir að ,,breytingar hafi orðið á frumvarpinu í miðju ferli“, en hann studdi meirihlutaálit atvinnuveganefndar”. 

Þetta sýnir þingmönnum, að þeir verða að vera vel á verði, fyrir hverju þeir eru að greiða leið í gegnum þingið með atkvæði sínu.  

Hin hliðin á málinu er að frumvarpið hefði nær örugglega fengið samþykkt meirihluta þingsins, þar sem um var að ræða frumvarp frá sitjandi ráðherra í ríkisstjórninni, ríkisstjórn sem skipuð er þremur ,,framsóknar“- flokkum. 

Formaður Samfylkingarinnar segir vegna málsins: 

,,[…] að það virtist sem að eitthvað hefði farið verulega úrskeiðis við vinnslu frumvarpsins. Markmiðin í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra hefðu snúið að viðkvæmustu búgreinunum. „En skilgreiningin á framleiðandafélögunum í sjálfum frumvarpstextanum var svo þröng að hún náði aðeins yfir hvíta kjötið þrátt fyrir að þar hafi enginn óskað eftir undanþágu frá samkeppnislögum,“

Samkvæmt þessu rugluðu flytjendur frumvarpsins saman kjöttegendum og vissu ekki um muninn á ferfætlingunum svínum og kindum, er kannski vorkunn, þar sem báðar dýrategundirnar eru með fjóra fætur og klaufir!

En Kristrún segir meira og bætir því við að:

,,Í stað þess að vinna frumvarpið aftur inni í ráðuneyti þannig að undanþágan næði til þeirra sem stæðu höllustum fæti „var ákveðið að vinna með gallað frumvarp,[…]“ Formaður Samfylkingar segir þetta hafa verið óþarfa, því „Þessi aðferðafræði hefur gert þeim grikk sem mest þurftu á breytingunum að halda,“ 

Sé allt þetta rétt, sem líklegt má telja að sé, þegar tekið er mið af því sem annarstaðar hefur komið fram.

Svo er að sjá sem klaufagangurinn hafi verið mikill við afgreiðslu málsins. 

En sýnir okkur líka, að þingmenn stjórnarandstöðunnar verða að vera vel á verði gagnvart frumvörpum sem koma frá ríkisstjórninni. 

Flokkarnir eru þrír eins og við vitum og þó þeir eigi ekki alveg allt sameiginlegt, þá geta þeir verið sammála um það sem gamaldags er. 

Til stóð að liðka til fyrir sameiningu afurðastöðva, sem ekki hafði gengið vegna andstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Sem ólíkt þingmönnum starfar eftir lögum, lögunum sem þingmennirnir setja. 

Fyrir liggur að sameiningar og hagræðingar fyrirtækja geta orðið með ýmsum hætti og það án þess að brot séu framin á lögum og sem dæmi má taka að fyrirtæki sem starfaði í Hafnarfirði og sinnti galvanhúðun komst átölulaust í hendur norðlensks fyrirtækis sem starfar við það sama.

Þegar bilun varð í því hafnfirska var starfsemin einfaldlega öll færð norður og nú er þrammað með farma af járni eftir vegakerfinu, fyrst frá Hafnarfirði til Akureyrar og síðan þaðan aftur til Reykjavíkur. 

Vegir Samkeppniseftirlitsins eru sem sagt ekki alltaf rannsakanlegir! 

Sameining lítilla afurðastöðva sauðfjárræktarinnar á Norðurlandi, má hins vegar ekki eiga sér stað og því er lagagjörningur framinn á Alþingi með eftirsjá sumra þingmanna en fögnuði flokkanna þriggja sem ríkisstjórnina mynda. 

Færðu inn athugasemd