Ekki er allt sem sýnist

Það er ekki svo að Búnaðarfélag Íslands fari með málefni mennigarinnar í landinu, né utanríkis og iðnaðar o.s.frv.

Fréttir úr Morgunblaðinu:

Nei það er ekki svo, því eins og við sjáum við lestur fréttarinnar, þá er um að ræða fiskveiðar í á, sem stendur til að virkja og búið er að virkja, en vatnsföll eru þeirrar náttúru að oft er hægt að virkja þau oftar en einu sinni, tvisvar, eða þrisvar…

Vatnið heldur nefnilega áfam að renna, en breytist ekki í rafmagn eins og ýmsir virðast halda.

Verksmiðjan Set á Selfossi framleiðir rör af ýmsum gerðum, er þjóðþrifafyrirtæki sem starfað hefur um áratuga skeið og mun vonandi gera það um ókomna tíð..

Hver gerði Gerði grikk í sumar, var eitt sinn sungið.

,,Pósturinn“ er tæpast lengur til, var rekinn um árabil með tapi og er nú aðeins sem svipur af því sem hann var.

Hægt er þó að fara með pakka í póst og fyrir þau sem finnst pósturinn vesæll og ræfilslegur hér á landi, þá geta þeir huggað sig við það að t.d. á póstinum í Svíþjóð er ekki landafræðikunnáttan innanlands meiri en svo að Lundur, svo þekkt dæmi sé tekið, virðist ekki finnast á kortinu, nema eftir ítarlega leit og tilraunasendingar hingað og þangað.

Rétt er samt að geta þess að þau á sænska póstinum vita um Ísland og koma svo dæmi sé tekið, jólakortum til skila þó gleymst hafi að skrifa ,,Ísland“.

Það getur stundum verið huggun í því fyrir Nonna og Gunnu að vita af því að erfiðleikar og vesen eru ekki eingöngu bundnir við þau!

Hvaða frjálshyggjuberserkur það var, sem rústaði Póstinum OKKAR liggur ekki alveg ljóst fyrir og mun trúlega aldrei upplýsast.

Frekar en svo margt sem gerst hefur varðandi opinber fyrirtæki þjóðarinnar; fyrirtæki sem komið var á laggirnar af þjóð sem barðist við það meira af vilja en mætti, að koma undir sig fótunum og úr fátækt til bjargálna.

Færðu inn athugasemd