Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bendir á í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þörf á að endurskoða hugmyndir um byggð á höfuðborgarsvæðinu og að betra geti verið að byggja frekar upp á Geldinganesi, þar sem um sé að ræða tveggja ferkílómetra byggingarland.

Hvað sem er og verður, þá má vera ljóst að það þarf að skoða málið með opnum huga og vel getur verið að lausnin felist að hluta í þessari hugmynd, því það gengur mikið á á Reykjanesinu eins og flestir vita og við verðum að vera opin fyrir þeim möguleikum sem bent er á.
—
Rætt er við formann Samfylkingarinnar um uppákomuna sem orðin er vegna orða fjármálaráðherra varðandi viðskipti milli Kviku banka og Landsbankans, þar sem sá síðarnefndi ætlar að kaupa tryggingafélag sem nú er í eigu Kviku.

Landsbankinn telur að kaupin myndu styrkja bankann, en ráðherrann er ekki hrifin af viðskiptunum af einhverjum ástæðum. Hvort hún lumar á einhverjum öðrum vænlegum kaupendum hefur ekki komið fram en vel getur það verið og að hún beri hag þeirra fyrir brjósti.
Hvað sem því líður er ekki svo að sjá sem hún hafi áhuga á að efla ríkisbankann.
—
Hér fyrir neðan eru svo fyrirsagnir af Rúv, þar sem segir frá ,,kjaftfullri“ ferðatösku sem einhver var gripinn var með í Leifsstöð. Hverrar gerðar taskan var vitum við ekki, en vitum þó að á henni var kjaftur!

Hin er í formi spurningar..

…og svarið er: Það rennur út í sjó og myndar gufur og gös o.s.frv.
Ekki gefa einkun fyrir svarið!

Færðu inn athugasemd