Eldgos á Reykjanesi

Enn einu sinni er hafið eldgos á Reykjanesi svo sem sjá má á ýmsum miðlum.

Á visir.is sést upphaf gossins og einnig má sjá það á myndbandi sem er í frétt Heimildarinnar sem segir ágætlega frá atburðinum.

Rúv er dálítið á öðrum slóðum og þar á bæ hafa menn t.d. rekist á ,,vinnumenn“ sem ,,hafa fyllt upp í göt“ á varnargörðunum.

Óskandi er að þessu gosi ljúki sem fyrst og að tjónið verði sem minnst, en víst er að þeim sem eru að reyna að vernda mannvirki á svæðinu er vandi á höndum og rétt og skylt er að óska þeim sem mestrar gæfu og góðs gengis, í störfum sínum.

Færðu inn athugasemd