

Gamall vinur var kvaddur á dögunum eftir að hann hafði látist í bifreiðaslysi og þó notað sé orðið vinur hér í þessu sambandi, þá var það ekki þannig, að sambandið væri mikið.
Þræðir slitna stundum þegar hlutirnir breytast, en Guðjóns er minnst af góðu einu, hvort sem hann var að hjálpa til við að halda bifreið okkar gangandi, eða færa okkur stoltur sýnishorn af ræktun sinni o.s.frv.
Og okkur var brugðið, við að frétta af andláti hans.
Það er þannig, að við vitum aldrei hver fer næstur og við söknum góðs drengs.
Blessuð sé minning hans með góðum óskum til aðstandenda allra.
Útförin fór fram í kyrrþey, en minningarorð birtust í Morgunblaðinu og þau má sjá hér að ofan.

Færðu inn athugasemd