Í stuttri grein í The ZeroHedge er farið yfir stöðuna í austur- Evrópumálunum á glöggan og skýran hátt.

Finnar eru orðnir meðlimir í NATO eins og við vitum og Svíar líka, svo stuðpúðarnir milli Rússlands og NATO- ríkjanna eru engir orðnir og við tökum eftir því að ekki er hikað við að tala berum orðum um ,,staðgengilsstríð” varðandi átökin milli Rússlands og Úkraínu.
Finnar ætla að láta Úkraínu hafa vopn af sínum birgðum, sem þeim er síðan heimilt að nota í átökunum við Rússa.
Það kemur vitanlega ekki fram, að eins og við vitum, þá spyrja Úkraínumenn ekki um hvort þeir megi nota það sem að þeim er rétt á þennan hátt, en það er gert hér og við vitum hvað það þýðir.
NATO þjóðunum fjölgar dag frá degi og margir óttast að málin séu að fara úr böndunum.
Kjarnorkuvopnin eru nefnd æ oftar, ýmist beint eða óbeint og það er sem styttist í allsherjarstyrjöld milli austurs og vesturs.
Það eru u.þ.b. 80 ár síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk og nú virðist stefna í þá næstu, heimskan hefur tekið völdin í bland við illskuna, fordómana, að ógleymdri græðginni.
Í grein ZeroHedge er ekki fjallað um átökin í Palestínu, en þar er Ísrael að murka lífið úr íbúunum á Gaza, auk þess að ráðast á Líbanon og Vesturbakkann – sem Hatarar heimsóttu sællar minningar – á ekki sjö dagana sæla.
Sameinuðu þjóðirnar eru sem núll og nix, þar sem menn blaðra hver upp í annann, án þess að út úr því komi nema fátt eitt.
Bandaríkin eru þátttakendur í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og Rauðahafs, þrælvön að deila og drottna þar sem annarsstaðar og til alls líkleg.
Við sem erum herlaus fáum ekki heldur frið, því öflin í iðrum Jarðar eru farin af stað og ekki sér fyrir endann á þeim umbrotum.
Illt er að egna óbilgjarnan, er sagt og það er rétt, en við könnumst ekki við að hafa verið að egna náttúruöflin á nokkurn hátt, nema þá með því að tappa örlítið af orkunni sem í iðrum býr og nota hana til þarfra hluta.

Færðu inn athugasemd