
Þegar á hólmana er komið flækjast málin fyrir nútímafólki stjórnsýslunnar okkar kæru.
Því er það að búast má við að kærumálin muni ganga á víxl og að alls ekki sé séð fyrir endann á því makalausa hólmgöngumáli!
Ríkið verður gert afturreka eins og sjá má og upp rifjast að ríkið erum við, svo málið er ekki gott!
Hvernig hinum opinberu gat dottið í hug, að fara fram með mál af þessu tagi er óútskýrt, enda vafalítið erfitt að útskýra það sem óútskýranlegt er.
Landsmenn þurfa hinsvegar að gæta sín á nafngiftum í framtiðinni, því betra getur verið að gefa hlutunum ekki örnefni sem blekkt geta og ergt ,,möppudýr“ framtíðarinnar.

Ferdinand félaga okkar sem lesum Mogga, bregst ekki bogalistin, þegar byggja skal brú fyrir hvutta. Stellingin er góð og brúin vel lukkuð, en ekki gott að segja hvernig fer þegar þreytan fer að segja til sín!

Við endum þetta síðan á þyngri nótum, en eins og við vitum víst flest, hefur myglufár herjað á landann síðustu ár og þó einkum í opinberum byggingum.
Ráðamenn fundu það út, af visku sinni, að best væri að leggja niður Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, en sem betur fer eru þeir til, sem kunna tökin á myglunni ef svo má segja og ein leiðin er að ,,lofta út“!
Það virðumst við ekki kunna, enda sjálfsagt orðið inngróið í þjóðarsálina að halda öllu inni en ekki úti, eftir að hafa búið í moldarkofum um aldir.
Nú þurfum við að tileinka okkur nýja siði:
Hleypa óloftinu út, loftræsta og hafa það gott; bjóða mylunni byrginn og svipta hana lífsskilyrðunum.

Færðu inn athugasemd