
Það var sagt frá því í fréttum fyrir nokkrum dögum að fuglar gætu orðir ölvaðir af berjaáti, en við höldum að sá sem sést hér á myndinni sleppi við það!

En eins og við sjáum hér að ofan, þurfa fuglar ekki að setjast á ölstofur til að komast í ölvunarástand á þessum öl/bjór- degi, en ,,Davíð keypti ölið“ eins og kunnugt er fyrir hálfum fjórða áratug síðan.

Síðan það gerðist er sem sagt liðinn langur tími. Davíð hjó á bjórbannshnútinn og hafa bjóráhugamenn getað komið saman á ölstofum eftir að sá hnútur var leystur og fengið sér ölkrús, eina eða fleiri, langi þá til. Þar til það gerðist voru það sérvaldir forréttindahópar s.s. flugliðar, farmenn og starfsmenn erlendra sendiráða sem máttu dreypa á öli, en nú er það liðin tíð og allir sem vilja geta fengið sér krús.

Við klikkjum svo út með því, að benda á frásögn úr Morgunblaðinu þar sem greint er frá því, að ferðamenn viti fátt eftirsóknarverðara en að láta taka af sér mynd við nýrunnið hraunið skammt frá Svartsengi.
Fátt er svo með öllu illt, eins og þar stendur og vonandi að hinir myndarlegu ferðamenn njóti þess að skoða myndirnar sem af þeim voru teknar í grennd við virkjunina sem sendir ylinn til Reyknesinga.
Vonum það besta og að virkjunin sleppi við að skaðast af völdum náttúruhamfaranna sem nú eru á Reykjanesi.
(Myndirnar í þessum pistli er allar fengnar úr Morgunblaðinu nema sú sem er af fuglinum fagra með hálsinn lipra.)

Færðu inn athugasemd