Dýralíf – kindalíf

Að þessu sinni eru myndirnar tvær og það er íslenska sauðkindin sem við sjáum.

Kindin hefur fylgt þjóðinni frá landnámi, líkt og hesturinn, kýrin, geitin, hænsnin, hundurinn og kötturinn.

Og allt er þetta í eintölu eins og við sjáum og hvort þetta hefur allt komið með fyrstu landnámsmönnunum, veit a.m.k. ekki sá sem þetta ritar, en hafi svo ekki verið, þá hefur það komið með þeim sem á eftir komu.

Að eiga mjólkandi kú á þessum tíma hefur ekki verið sjálfgefið og við vitum hvað þarf til, að kýrin mjólki og það hefur ekki alltaf verið einfalt mál við að eiga.

Léleg hús, engar girðingar(?) og erfitt að eiga við stórgripina þegar svara þurfti kalli náttúrunnar, en allt hafðist þetta og hér erum við og njótum góðs af streði formæðra og feðra.

Hefðu þau ekki þraukað, værum við ekki hér.

Færðu inn athugasemd