


Orkumálin eru í öngstræti eins og við gátum fyrir löngu séð að mundi verða og því eru málin sett í nefnd og geymd þar, í þeirri von, að þetta muni allt lagast með tímanum.
Tíminn læknar öll sár er sagt og stjórnmálamennirnir okkar virðast lifa í þeirri trú, að það sama gildi um orkumálin og því er gott að geyma þau í nefnd þar til úr rætist; láta málið þroskast og sjá hvað kemur út úr því.
Ríkisstjórnin er sett saman af þremur flokkum eins og kunnugt er og sjónarmiðin er því þrjú sem þurfa að komast að þegar rætt er saman og spekúlerað.
Svo dæmi sé tekið ,,getur verið velverið“, að Sjálfstæðismennn átti sig á því að nútímaþjóðfélag þurfi raforku til að og þó ekki væri nema til að hlaða farsímana.
En Vinstri græn halda nú ekki, því nóg sé komið af orkuframleiðslu og slá hugmyndir Sjálfstæðismananna snarlega út af borðinu.
Framsóknarmenn og Vinstri græn, leiða málið hjá sér, finnst það vera einhver framúrstefnudella, kúadellum hafi jú verið safnað sama í gamla daga og þær síðan notaðar til kyndingar og því þurfi alls ekki að virkja og þegar ekki sé virkjað, þá fylgi því sá stóri kostur að ekki þurfi heldur að dreifa raforkunni.
Tvær flugur eru sem sagt slegnar í einu höggi á þeim bæ, engin þörf sé fyrir orku og því þurfi hvorki að byggja nýjar virkjanir, né dreifikerfi, auk þess sem þetta græjarí jarmi ekki og sé því með öllu óþarft.
Púkarnir á pólitíska fjósbitanum sitja því kátir og glaðir með sitt, horfa til vinstri og sjá rautt, snúa síðan höfði sínu eldsnöggt til hægri og sjá grænt…og blátt.
Eftir situr hnípin þjóð í vanda með sendiherra í húsnæðishraki, en sá fylgist illa skekinn og skelfdur með forseta sínum fremja hver elliglöpin öðru verri, þar sem hvutti er út í mýri, en forsetatíðin að hverfa hægt og rólega yfir í tómið.

Færðu inn athugasemd