Í Heimildina skrifar maður aðsenda grein vegna hugmynda sem komið hafa fram um að koma mætti upp aðstöðu fyrir ,,gamalt fólk“ í Gunnarshólma.

Niðurstaða greinarhöfundar er, að staðurinn sé ekki heppilegur og er svo að skilja að ástæðan sé sú, að Gunnarshólmi sé í ,,jaðarbyggð“ og þar megi ekki koma fyrir ,,eldra“ fólki.
Samkvæmt þessu eru æði margir á röngum stað og við sem erum á jaðri hins byggilega heims þurfum greinilega að fara að skoða málin og velta því fyrir okkur hvort við séum ekki ,,á röngum stað og á vitlausum tíma“, eins og einhverntíma var sungið; hætta að líta á það sem góðan kost að vera þar sem við erum og koma okkur í hringiðuna og ,,ysinn og þysinn út af engu“ eins og eitt sinn var sagt.
Vissulega er sá kostur einnig til staðar, að líta á greinina sem svo, að hún sé ,,tóm þvæla og vitleysa“, svo enn sé vitnað í frasa, leiða hana hjá sér og snúa sér á hina hliðina í trausti þess að þessar hugrenningar jafni sig og fjari út.
Það er nefnilega þannig. að eldra fólki getur þótt gott að virða fyrir sér lífið og tilveruna, hvort heldur það er í miðju borga eða jaðri þeirra og reyndar líka allt sem er þar á milli.
Við erum ekki úreltar vörur á lager sem nauðsynlegt er að setja í geymslur á tryggum stað.
Við erum bara fólk!

Færðu inn athugasemd