Enginn virðist vita hve mörg við erum og tölur eru rúnnaðar af, þannig að þær eru ekki traustvekjandi.

Frá þessu skrýtna máli er sagt á mbl.is og venjulegur Mörlandi klórar sér í höfði!
Við eru ekki 400.000 eins og haldið hafði verið fram heldur 14.000 færri.
Það er sem íbúar eins sveitarfélags hafi flutt úr landi á einu bretti, en vitanlega er það ekiki svo og það sem eftir stendur er að það er ekki hægt að treysta tölum Hagstofunnar varðandi fjölda íbúa.
Við höfum væntanlega verið um það bil 400.000 en hvers vegna við erum allt í einu um það bil 386.000, virðist enginn vita.
Traustið á tölunum eykst ekki við, að þær eru greinilega rúnnaðar þannig af, að við vitum ekki á hverju hlaupa.
Erum við 386.000 +/- 1000, 500, 250…?

Færðu inn athugasemd