
Það virðist hafa sloppið í gegnum nálaraugu virkjana- og orkuöflunarandstæðinga að unnið er að því að stækka Sultartangavirkjun.
Hvernig það má vera að svona framkvæmd hafi sloppið framhjá fortíðarþráhyggjunni er ekki gott að segja en það er að gerast, þó ótrúlegt sé.
Búið er að skipta út rafölum virkjunarinnar og aflið eykst um 8 MW þannig að ljóst má vera, að um er að ræða umtalsverða stækkun en samt heyrist ekkert. Ekki bofs!
Vinstri græningjar virðast lagstir í dvala, horfnir af umhverfisverði og illa fjarri góðu gamni.
Hefði ekki verið gott tækifæri að rjúka upp, gera hvell og heimta nokkrar díselstöðvar í staðinn?
Það má öllum vera ljóst að betra hefði verið að framleiða orkuna með olíu, eða jafnvel bara með bensínstöðvum, líkum þeim sem menn hafa með sér í útilegurnar til að hlaða rafbílana.

Færðu inn athugasemd