Aðsend grein í Morgunblaðinu sem Björn Lomborg, for­seti Copen­hagen Con­sens­us og gesta­fé­lagi við Hoo­ver-stofn­un Stan­ford-há­skóla skrifaði.


Of marg­ir stjórn­mála­menn ríkra landa og bar­áttu­fólk í lofts­lags­mál­um gleym­ir því að stór hluti heims­ins er enn fast­ur í kvik­syndi fá­tækt­ar og hung­urs. Samt eru rík lönd í aukn­um mæli að skipta út þró­un­araðstoð sinni fyr­ir út­gjöld til lofts­lags­mála. Alþjóðabank­inn, sem hef­ur það að meg­in­mark­miði að leiða fólk und­an oki fá­tækt­ar, hef­ur nú til­kynnt að hann muni beina í það minnsta 45 hundraðshlut­um fjár­muna sinna til lofts­lags­mála og færa um 40 millj­arða doll­ara ár­lega frá aðstoð vegna fá­tækt­ar og hung­urs.

Það er auðvelt að líta á lofts­lag sem for­gangs­verk­efni heims­ins þegar líf þitt er þægi­legt. 16% jarðarbúa sem búa í þess­um lönd­um svelta venju­lega ekki eða horfa á ást­vini deyja vegna sjúk­dóma sem auðvelt er að meðhöndla eins og malaríu eða berkla. Flest­ir eru vel menntaðir og meðal­tekj­ur þeirra eru á við það sem áður þekkt­ist aðeins meðal aðals­manna.

Stór hluti heims­byggðar­inn­ar á þó enn í basli. Í fá­tæk­ari lönd­um deyja fimm millj­ón­ir barna á hverju ári fyr­ir fimm ára ald­ur og nærri millj­arður manna er vannærður. Meira en tveir millj­arðar þurfa að elda og halda á sér hita með meng­andi eldsneyti á borð við mykju og timb­ur, sem stytt­ir líf­tíma þeirra. Þrátt fyr­ir að flest­ir ung­ir krakk­ar sæki nú skóla valda tak­mörkuð gæði mennt­un­ar­inn­ar því að flest börn í lág­tekju­lönd­um verða áfram ólæs.

Fá­tæk lönd þurfa sár­lega á að halda aukn­um aðgangi að þeirri ódýru og miklu orku sem áður gerði rík­um þjóðum kleift að þró­ast. Skort­ur á aðgengi að orku haml­ar iðnvæðingu, vexti og tæki­fær­um. Sem dæmi er raf­magn í Afr­íku af svo skorn­um skammti að til­tæk raf­orka á mann er minni en það sem knýr einn ís­skáp í hinum ríka heimi.

Að teygja fing­urna í fjár­muni til þró­un­araðstoðar vegna lofts­lagsút­gjalda er öm­ur­leg ákvörðun. Lofts­lags­breyt­ing­ar eru raun­veru­leg­ar en eng­in gögn rétt­læta for­gangs­röðun út­gjalda til að bregðast við þeim á kostnað tak­markaðra sjóða sem ætlaðir eru til fá­tækraaðstoðar.

Lofts­lagssinn­ar halda því fram að fá­tækt og lofts­lags­breyt­ing­ar séu órjúf­an­lega tengd og við ætt­um að setja fé í hvort tveggja. En það erum við í raun ekki að gera. Og rann­sókn­ir sýna ít­rekað að for­gangs­röðun út­gjalda til kjarna þró­un­araðstoðar ger­ir miklu meira gagn og mun hraðar fyr­ir hvern dal sem varið er en að setja fjár­magn í lofts­lags­mál. Það er vegna þess að raun­veru­leg­ar þró­un­ar­fjárfest­ing­ar, hvort sem það er til að berj­ast gegn malaríu, efla heilsu kvenna og stúlkna, efla ra­f­rænt nám eða auka fram­leiðni í land­búnaði, geta gjör­breytt lífi til hins betra strax og gert fá­tæk­ari lönd bet­ur sett á svo marg­an hátt. Þar með talið gert þau bet­ur í stakk búin til að mæta nátt­úru­ham­förum og öðrum ham­förum sem tengj­ast lofts­lagi. Aft­ur á móti myndi jafn­vel stór­tæk minnk­un kol­efn­is­los­un­ar ekki skila neinni sýni­legri fram­för í eina kyn­slóð eða leng­ur. Þó að í út­gjöld­um vegna aðlög­un­ar til að byggja upp styrk og þol í fá­tæk­um lönd­um fel­ist ör­lítið skil­virk­ari meðferð fjár­muna en í út­gjöld­um til að draga úr kol­efn­is­los­un eru hvor tveggja mun lak­ari en fjár­fest­ing í skil­virk­ustu þró­un­ar­stefn­un­um.

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru ekki enda­lok heims­ins. Þvert á móti sýna spálíkön lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna að heim­ur­inn mun batna veru­lega á öld­inni og að þrátt fyr­ir her­ferð fólks með heimsenda­ótta muni lofts­lags­breyt­ing­arn­ar ein­ung­is hægja lít­il­lega á þeim fram­förum. Á síðasta ári var korn­fram­leiðsla í heim­in­um sú mesta frá upp­hafi. Þar sem tekj­ur og ávöxt­un halda áfram að hækka mun hung­ur minnka veru­lega á næstu ára­tug­um. Spáð er að lofts­lags­breyt­ing­ar muni aðeins gera það að verk­um að hung­ur minnk­ar aðeins hæg­ar. Sömu­leiðis ger­ir nefnd­in ráð fyr­ir að meðal­tekj­ur á heimsvísu muni 3,5-fald­ast fyr­ir árið 2100 án lofts­lags­breyt­inga. Jafn­vel þótt við gerðum lítið gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um þá sýn­ir pró­fess­or William Nor­d­haus, eini lofts­lags­hag­fræðing­ur­inn sem hlotið hef­ur Nó­bels­verðlaun­in, að það myndi ein­ung­is hægja á fram­förum. Árið 2100 hefðu tekj­ur samt hækkað 3,34 sinn­um.

Við ætt­um að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar á skyn­sam­leg­an hátt með því að stjórn­ir rík­ari landa setji fé í bráðnauðsyn­leg­ar lang­tíma­fjár­fest­ing­ar í rann­sókn­um á grænni orku og til að móta ný­sköp­un­ar­lausn­ir sem skila áreiðan­legri orku á verði sem all­ir hafa efni á. Stór hluti verr stæðra ríkja vill fyrst og fremst koma fólki út úr fá­tækt og bæta lífs­gæði þess með ódýrri og áreiðan­legri orku. Samt neita rík lönd nú að fjár­magna nokkuð það sem á ein­hvern hátt teng­ist jarðefna­eldsneyti.

Af þessu er óþefur hræsni því ríku lönd­in fá sjálf næst­um fjóra fimmtu orku sinn­ar úr jarðefna­eldsneyti. Aðallega vegna óáreiðan­leika og geymslu­vanda sól­ar- og vindorku. Samt varpa þau hroka­full­um ávirðing­um yfir fá­tæk lönd fyr­ir að stefna að aukn­um orkuaðgangi og leggja það til að hinir fá­tæku ættu ein­hvern veg­inn að „hoppa yfir reit“ til sól­ar- og vindorku með sín­um sund­urslitna aðgangi og óáreiðan­leika sem ríki heim­ur­inn samþykk­ir ekki fyr­ir sín­ar eig­in þarf­ir.

Í flest­um fá­tæk­um lönd­um eru lofts­lags­breyt­ing­ar mjög neðarlega á for­gangslista fólks sem þar býr. Stór könn­un meðal leiðtoga í lág- og milli­tekju­lönd­um dreg­ur líka fram að mennt­un, at­vinna, friður og heil­brigðismál eru efst á for­gangslista þeirra í þró­un­ar­mál­um, en lofts­lags­mál eru í 12. sæti af 16 mála­flokk­um.

Fá­tæk­ari helm­ing­ur heims­ins á svo sann­ar­lega skilið tæki­færi til að bæta líf sitt. En þegar stjórn­mála­menn biðja um meira fé und­ir því yf­ir­skini að hjálpa þeim fá­tæk­ustu í heim­in­um ætt­um við að krefjast þess að það fari til skil­virkra þró­un­ar­verk­efna sem raun­veru­lega bjarga og umbreyta manns­líf­um. Ekki til óhag­kvæmra lofts­lags­áætl­ana okk­ur til vellíðunar.

Grinin er birt hér óbreytt.

Færðu inn athugasemd