Bændur rísa upp og mótmæla

Bændum í Evrópu er nóg boðið og mótmæla kröftuglega t.d. í Berlín og París, finnst sem komið sé nóg og láta vita vel af sér.

Rætt var um málið, í fréttum Ríkisútvarpsins, við fréttamann sem staddur var í Evrópu og hann spurður út í mótmæli evrópskra bænda. Hann gerði ekki mjög mikið úr þeim, en við skoðun kom í ljós að þau voru all nokkur. Myndirnar hér að ofan eru af vef Ríkisútvarpsins, en þær sem eru fyrir neðan eru af vef CNN.COM.

Brussel:

Hjá okkur voru búvörusamningar endurskoðaðir og svo er að sjá sem niðurstaðan af þeirri endurskoðun hafi lítil orðið, eða að endurskoðunin standi enn yfir. Ástæðan getur verið sú, að ríkissjóður sé orðinn tómur eftir óráðssíu af ýmsu tagi og sem dæmi þar um má t.d. nefna, annars vegar ráðstefnu í Hörpu og hins vegar, flandur með flugvélarfarm af fólki til Abu Dabi á ráðstefnu um loftslagsmál.

Nálægt Vesoul í austur Frakklandi:

Við Brandenburg hliðið:

Bændur á meginlandi Evrópu eru búnir að fá nóg, rísa upp og mótmæla kröftuglega svo sem sjá má.

S.v. af París:

Kannski kemur að því að íslenskir bændur fá líka nóg að bulli ergelsi og firru, rísa upp og segja: Hingað og ekki lengra.

Þessaloniku í Grikklandi:

Novara á Ítalíu:

Bændur eru almennt þolinmóð stétt, en að því getur þó komið að þeim sé nóg boðið og eins og sjá má, er þráðurinn orðinn stuttur.

Nálægt landamerkjum Belgíu og Hollands, í Arendonk:

Eins og við sjá má er um umtalsverðar aðgerðir að ræða og augljóst má vera að gremjan er búin að krauma lengi og er orðin mikil, þegar hún brýst svona út og eðlilegt er að spyrja hverju sé verið að mótmæla?

Óánægjan er af ýmsum toga, en það er verið að mótmæla, svo dæmi sé tekið síhækkandi eldsneytisverði.

Síðast en ekki síst er verið að mótmæla, ómældum innflutningi á ódýrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og fleiri löndum, þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur til framleiðsluaðferða, varðandi t.d. aðbúnað og heilbrigði og gerðar eru í Evrópusambandinu.

Íslenskir bændur kannast við samkeppni af þessu tagi; hafa t.d. þurft að keppa við vöru sem framleidd er í Úkraínu af hollensku stórfyrirtæki sem nýtir sér aðstæðurnar og skeytir lítt um t.d. heilbrigðiskröfur.

Færðu inn athugasemd