Lífshlaupið

Lífið fer misjafnlega með fólk og eins og við vitum endast menn misvel og munum það að konur eru líka menn.

Maðurinn sem er á myndunum hér að ofan, hefur margt fengið eð reyna á lífsleiðinni og eins og við vitum flest, eða a.m.k. mörg, þá er hann forseti vorldugasta ríkis veraldar og engin hætta er á öðru en það taki í.

Aldurinn segir líka til sín og ekki má gleyma því að ljósmyndarirnir grípa augnablikin og vissulega er enginn með sparisvipinn sífellt á andlitinu.

Biden hefur orðið fyrir áföllum í lífinu og gera má ráð fyrir að þau setji á manninn mark, en hann er það sem hann er og kemst ekki frá því frekar en nokkur annar.

Við eru öll eitthvað, höfum eitthvað í farteskinu, berjumst um í núinu og ýmist kvíðum eða hlökkum til framtíðarinnar.

Biden hefur reynt að koma sér upp vini á fjórum fótum og eins og við vitum sem reynt höfum, þá er vart betri vin og félaga hægt að eignast en einn slíkan. Það er notalegt að strjúka hundinum sínum, tala við – hann er alltaf sammála – og bara einfaldlega að hafa hann nálægt sér.

Hundahald Bidens hefur ekki lukkast vel og er það miður, því honum hefði ekki verið of gott að eiga slikan traustan vin til að leita til.

Það hefði verið gott á erfiðum stundum, í opinberu lífi sem í einkalífi.

Færðu inn athugasemd