Menn sem hafa leitað að að flaki flugvélar Ameliu Earhart’s telja að mögulegt sé að þeir hafi fundið flak vélarinnar og að það sé á tæplega 5 km dýpi í Kyrrahafi.

Flugvél Ameliu hvarf fyrir 87 árum þegar hún var í hnattflugi og ekkert hefur síðan til hennar spurst, þar til núna, þ.e.a.s. ef rétt reynist að flakið sé fundið og ef staðfest verður, að um sé að ræða flugvél og að vélin sé sú sem Amelía flaug.

Tækninni fleygir fram og tækjakostur til leitar hefur þróast mikið síðan vélin hvarf og kannski er það svo, að flak hennar sé fundið.
Ameliu tókst ekki að ljúka hnattfluginu og það hefur verið ráðgáta í tæpa öld hvað varð um hana og flugvélina hennar.
_ _ _
Þessu til viðbótar má benda á grein í sama miðli CNN.COM, um þyngdaraflsgloppu á botni Indlandshafs.
Ekkert yfirnáttúrulegt mun vera þar á ferð, heldur mun vera um að ræða fyrirbæri sem rekja má til þess tíma þegar Indlandsflekann rak burt af svæðinu, fyrir margt löngu síðan og tók til við að skapa Himalajafjallgarðinn.
Auk þess sem jarðfræðingar telja að eitthvert fyrirbæri djúpt í iðrum Jarðarinnar brjótist upp með þessum hætti, en um þetta allt má lesa nánar, sé farið inn á tengilinn hér ofar í textanum.

Sjávarborðið mun vera 100 metrum lægra í ,,þyngdaraflsholunni“ sem uppgötvaðist árið 1948. Vísindamenn telja að gatið í Indlandshafi hafi mótast af kvikustrókum sem komu djúpt innan úr Jörðinni, samkvæmt nýlegri rannsókn.

Þessi mynd af Jörðinni okkar fylgir greininni á CNN.COM og eins og sjá má er ekki allt sem sýnist þegar við skondrum um á yfirborðiðinu, sem virðist aðeins vera þunn skel miðað við innvolsið!

Færðu inn athugasemd